Innlent

Stórsigur fyrir blaðamenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og heyrt.
Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og heyrt.
„Ég er í skýjunum yfir þessu," segir Björk Eiðsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt og fyrrverandi blaðamaður á Vikunni. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn henni og Erlu Hlynsdóttur blaðamanni þegar þær voru gerðar ábyrgar fyrir ummælum viðmælenda sinna á tveimur dómsstigum á Íslandi. „Þetta er frábært. Fyrir hönd okkar allra í blaðamannastéttinni, þá er þetta bara stórsigur," segir hún.

Björk segir að málið hafi verið fyrir íslenskum dómstólum í tvö ár og þrjú ár fyrir Mannréttindadómstólnum og aðspurð segir hún að málið hafi verið nokkuð íþyngjandi fyrir sig. Meðal annars var tekið lögtak í íbúðinni hennar vegna þessa máls. „Þetta er ekkert voðalega gaman. Ég var nýútskrifuð úr fjölmiðlafræði og nýbyrjuð að vinna sem blaðamaður þegar ég tók þetta viðtal," segir Björk, en umrætt viðtal snerist um dansmey á nektardansstaðnum Goldfinger. „Þannig að auðvitað var þetta sjokk þegar maður fékk þennan dóm yfir sig en manni fannst alltaf vera sannað í málinu að það væri rétt haft eftir viðmælanda. Af því að ég átti ennþá upptökur og tölvupóst sem ég sendi á viðmælanda," segir Björk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×