Hamilton vann ungverska kappaksturinn Birgir Þór Harðarson skrifar 29. júlí 2012 13:57 Hamilton ók stórkoslega í Ungverjalandi og kom í mark á undan Lotus-bílunum tveimur. nordicphotos/afp Lewis Hamilton leiddi ungverska kappaksturinn frá ræsingu og kom fyrstur yfir marklínuna nú rétt í þessu. Kimi Raikkönen ók frábærlega og endaði annar eftir að hafa sett þónokkra pressu á Lewis undir lok kappakstursins. Fernando Alonso jók forystu sína í heimsmeistarakeppninni því hann kom í mark í fimmta sæti á undan Mark Webber sem endaði áttundi. Hamilton hefur nú unnið ungverska kappaksturinn þrjú ár í röð. McLaren-bíllinn leit rosalega vel út alla helgina og Lewis hafði yfirhöndina allan tímann. Lotus-bíll Kimi Raikkönen leitt einnig vel út. Kimi ræsti fimmti en með frábærri keppisáætlun koms hann fram úr Button, Vettel og liðsfélaga sínum Romain Grosjean sem ræsti í öðru sæti. Grosjean var í öðru sæti framan af og leit út fyrir að geta ógnað Hamilton. Hann endaði þó í þriðja sæti eftir að hafa stútað dekkjunum um miðbik mótsins. Formúla eitt fer nú í mánaðarlangt frí. Næsti kappakstur er í Belgíu 2. september. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton leiddi ungverska kappaksturinn frá ræsingu og kom fyrstur yfir marklínuna nú rétt í þessu. Kimi Raikkönen ók frábærlega og endaði annar eftir að hafa sett þónokkra pressu á Lewis undir lok kappakstursins. Fernando Alonso jók forystu sína í heimsmeistarakeppninni því hann kom í mark í fimmta sæti á undan Mark Webber sem endaði áttundi. Hamilton hefur nú unnið ungverska kappaksturinn þrjú ár í röð. McLaren-bíllinn leit rosalega vel út alla helgina og Lewis hafði yfirhöndina allan tímann. Lotus-bíll Kimi Raikkönen leitt einnig vel út. Kimi ræsti fimmti en með frábærri keppisáætlun koms hann fram úr Button, Vettel og liðsfélaga sínum Romain Grosjean sem ræsti í öðru sæti. Grosjean var í öðru sæti framan af og leit út fyrir að geta ógnað Hamilton. Hann endaði þó í þriðja sæti eftir að hafa stútað dekkjunum um miðbik mótsins. Formúla eitt fer nú í mánaðarlangt frí. Næsti kappakstur er í Belgíu 2. september.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira