Íslendingar óvenju hjátrúarfullir miðað við menntaðar þjóðir Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 29. júlí 2012 13:15 Mynd/Jean Didier Íslendingar eru ákaflega hjátrúafullir í samanburði við önnur menntuð þjóðfélög. Þá hafa Íslendingar orðið enn hjátrúafyllri eftir hrun. Þetta kemur fram í rannsókn doktors í sálfræði við Oxford háskóla. Fjóla Dögg Helgadóttir er doktor í klínískri sálfræði við Oxford háskóla. Hún hefur rannsakað svokallað hjátrúarhegðun þjóðfélaga en í samanburðarrannsókn sem gerð var árið 2007 kom til dæmis í ljós að að Íslendingar voru hjátrúarfyllri en Ástralir. Almennt sé minna um hjátrú hjá menntuðum þjóðfélögum. „En á Íslandi þá gengur það ekki upp. Þar er mjög menntað fólk en hjátrú mjög algeng," segir hún. Síðar bar hún gögnin frá árinu 2007 saman við samskonar rannsókn sína árin 2008 og 2009. „Og það sem kom í ljós var að hegðunin sem fylgir hjátrúnni, þ.e. ef þú trúir því að þú getir haft áhrif á eitthvað með því að banka í tréborð, fólk fór að gera það meira í kjölfar hrunsins," segir hún. Hún segir samskonar rannsóknir hafa leitt það sama í ljós í Bandaríkjunum og Þýskalandi á millistríðsárunum. Hún segir hins vegar sögu og menningu íslensku þjóðarinnar hugsanlega hafa áhrif á hjátrú landans. „Hvort það er vegna þess að við eigum enn miklar rætur í Íslendingasögurnar þar sem mikið er um hjátrú þá hefur það verið fundið að þjóðir sem búa við hættulegar aðstæður eins og að þurfa fara á sjó þar sem mikil hætta er á ofsveðri, þar er mikil hjátrú. Það gæti verið eitthvað þannig," segir hún. Hún segir að þegar fólk missi stjórn á ytri aðstæðum sé það líklegra til að grípa til hjátrúarinnar. „Fólk trúi meira á svona þegar því finnst það ekki hafa stjórn á því sem er að gerast. Þetta getur verið leið til að takast á við svona hluti. Það áhugaverða er að þetta var líka mikið þegar góðærið var árið 2007. Þá var þetta ekki endilega besta leiðin til að taka ákvörðun um hvað maður vill gera í lífinu. Það tekur mikla stjórn frá einstaklingnum að setja þetta til einhverja ytri afla," segir hún. Fjóla rekur nú fyrirtæki sem byggt er á doktorsverkefni hennar en það rekur tölvusálfræðing sem getur tekið óendanlega marga skjólstæðinga í meðferð á sama tíma. Þar reynir hún að brúa vilið á milli klínískrar sálfræði og gervigreindar. Nú er til dæmis hægt að sækja meðferð við félagsfælni hjá tölvusálfræðingnum og unnið er að meðferð við áráttu og þráhyggju. Finna má upplýsingar um tölvusálfræðinginn á www.AI-therapy.com. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Íslendingar eru ákaflega hjátrúafullir í samanburði við önnur menntuð þjóðfélög. Þá hafa Íslendingar orðið enn hjátrúafyllri eftir hrun. Þetta kemur fram í rannsókn doktors í sálfræði við Oxford háskóla. Fjóla Dögg Helgadóttir er doktor í klínískri sálfræði við Oxford háskóla. Hún hefur rannsakað svokallað hjátrúarhegðun þjóðfélaga en í samanburðarrannsókn sem gerð var árið 2007 kom til dæmis í ljós að að Íslendingar voru hjátrúarfyllri en Ástralir. Almennt sé minna um hjátrú hjá menntuðum þjóðfélögum. „En á Íslandi þá gengur það ekki upp. Þar er mjög menntað fólk en hjátrú mjög algeng," segir hún. Síðar bar hún gögnin frá árinu 2007 saman við samskonar rannsókn sína árin 2008 og 2009. „Og það sem kom í ljós var að hegðunin sem fylgir hjátrúnni, þ.e. ef þú trúir því að þú getir haft áhrif á eitthvað með því að banka í tréborð, fólk fór að gera það meira í kjölfar hrunsins," segir hún. Hún segir samskonar rannsóknir hafa leitt það sama í ljós í Bandaríkjunum og Þýskalandi á millistríðsárunum. Hún segir hins vegar sögu og menningu íslensku þjóðarinnar hugsanlega hafa áhrif á hjátrú landans. „Hvort það er vegna þess að við eigum enn miklar rætur í Íslendingasögurnar þar sem mikið er um hjátrú þá hefur það verið fundið að þjóðir sem búa við hættulegar aðstæður eins og að þurfa fara á sjó þar sem mikil hætta er á ofsveðri, þar er mikil hjátrú. Það gæti verið eitthvað þannig," segir hún. Hún segir að þegar fólk missi stjórn á ytri aðstæðum sé það líklegra til að grípa til hjátrúarinnar. „Fólk trúi meira á svona þegar því finnst það ekki hafa stjórn á því sem er að gerast. Þetta getur verið leið til að takast á við svona hluti. Það áhugaverða er að þetta var líka mikið þegar góðærið var árið 2007. Þá var þetta ekki endilega besta leiðin til að taka ákvörðun um hvað maður vill gera í lífinu. Það tekur mikla stjórn frá einstaklingnum að setja þetta til einhverja ytri afla," segir hún. Fjóla rekur nú fyrirtæki sem byggt er á doktorsverkefni hennar en það rekur tölvusálfræðing sem getur tekið óendanlega marga skjólstæðinga í meðferð á sama tíma. Þar reynir hún að brúa vilið á milli klínískrar sálfræði og gervigreindar. Nú er til dæmis hægt að sækja meðferð við félagsfælni hjá tölvusálfræðingnum og unnið er að meðferð við áráttu og þráhyggju. Finna má upplýsingar um tölvusálfræðinginn á www.AI-therapy.com.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira