Fimmtán ára gengið stendur sig vel á Hellu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. júlí 2012 15:14 Gísli Sveinbergsson hefur leikið vel á Íslandsmótinu í höggleik. Hér slær hann á 16. teig á Strandarvelli. seth Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið. Gísli Sveinbergsson úr Keili er einn af „fimmtán-ára-genginu" og hann hefur lokið leik í dag. Hann lék á 75 höggum í dag eða 5 höggum yfir pari. Hann er samtals á 8 höggum yfir pari vallar eftir að hafa leikið á 73 höggum í gær. Gísli ætti að komast í gegnum niðurskurðinn þar sem að 72 efstu fá að halda áfram á lokakeppnisdögunum tveimur. Birgir Björn Magnússon úr Keili á eftir að hefja leik í dag en hann lék á 77 höggum í gær. Óðinn Þór Ríkharðsson úr GKG náði sér ekki á strik í gær en hann léká 85 höggum. Þær Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr Keili halda uppi merkjum þeirra allra yngstu í kvennaflokknum. Ragnhildur, er líkt og Gísli, Íslandsmeistari í höggleik í flokki 15-16 ára. Hún lék vel í gær eða á 75 höggum og Hafdís Alda var á 79 höggum. Golf Tengdar fréttir Axel stimplaði sig inn í baráttuna með frábærum hring Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum. 27. júlí 2012 14:51 Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06 Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1. 27. júlí 2012 08:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið. Gísli Sveinbergsson úr Keili er einn af „fimmtán-ára-genginu" og hann hefur lokið leik í dag. Hann lék á 75 höggum í dag eða 5 höggum yfir pari. Hann er samtals á 8 höggum yfir pari vallar eftir að hafa leikið á 73 höggum í gær. Gísli ætti að komast í gegnum niðurskurðinn þar sem að 72 efstu fá að halda áfram á lokakeppnisdögunum tveimur. Birgir Björn Magnússon úr Keili á eftir að hefja leik í dag en hann lék á 77 höggum í gær. Óðinn Þór Ríkharðsson úr GKG náði sér ekki á strik í gær en hann léká 85 höggum. Þær Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr Keili halda uppi merkjum þeirra allra yngstu í kvennaflokknum. Ragnhildur, er líkt og Gísli, Íslandsmeistari í höggleik í flokki 15-16 ára. Hún lék vel í gær eða á 75 höggum og Hafdís Alda var á 79 höggum.
Golf Tengdar fréttir Axel stimplaði sig inn í baráttuna með frábærum hring Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum. 27. júlí 2012 14:51 Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06 Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1. 27. júlí 2012 08:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Axel stimplaði sig inn í baráttuna með frábærum hring Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum. 27. júlí 2012 14:51
Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06
Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1. 27. júlí 2012 08:45