Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum 27. júlí 2012 13:06 Axel Bóasson slær hér á meðan þeir Ottó Sigurðsson og Helgi Birki Þórisson fylgjast með. seth Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. Haraldur Franklín náði að bjarga sér fyrir horn með því að fá þrjá fugla á fjórum síðustu holum dagsins en hann hafði ekki leikið vel fram að því. Samtals er Haraldur á +1 og er hann efstur af þeim sem hafa lokið leik í dag. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék á 74 höggum í dag eða 4 höggum yfir pari og samtals er hann á +3 eftir að hafa leikið á 69 höggum í gær. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék á 71 höggi í dag en hann er einnig á samtals +3, eftir að hafa leikið á 72 höggum í gær. Axel Bóasson, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, byrjaði með miklum látum í dag og hann er nú þegar búinn að fá 6 fugla á fyrstu 12 holunum. Hann fékk skramba á 6. braut, +2, og skolla á 11. Samtals er hann á +1 eftir að hafa leikið á 74 höggum í gær. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. Haraldur Franklín náði að bjarga sér fyrir horn með því að fá þrjá fugla á fjórum síðustu holum dagsins en hann hafði ekki leikið vel fram að því. Samtals er Haraldur á +1 og er hann efstur af þeim sem hafa lokið leik í dag. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék á 74 höggum í dag eða 4 höggum yfir pari og samtals er hann á +3 eftir að hafa leikið á 69 höggum í gær. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék á 71 höggi í dag en hann er einnig á samtals +3, eftir að hafa leikið á 72 höggum í gær. Axel Bóasson, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, byrjaði með miklum látum í dag og hann er nú þegar búinn að fá 6 fugla á fyrstu 12 holunum. Hann fékk skramba á 6. braut, +2, og skolla á 11. Samtals er hann á +1 eftir að hafa leikið á 74 höggum í gær.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira