Viðskipti innlent

Villa í lista yfir skattakónga - Guðbjörg á meðal fimm efstu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjörg Matthíasdóttir er aðaleigandi Ísfélagsins.
Guðbjörg Matthíasdóttir er aðaleigandi Ísfélagsins.
Villa reyndist vera í lista sem Ríkisskattstjóri sendi fjölmiðlum í morgun yfir þá sem greiddu hæstu opinberu gjöldin í fyrra. Villan fólst í því að það vantaði nokkra menn á listann. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, er engu að síður skattakóngur annað árið í röð og Guðbjörg Astrid Skúladóttir er í öðru sæti.

Frímann Elvar Guðjónsson er í þriðja sæti með rúmar 129 milljónir greiddar á síðasta ári. Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins, er í fjórða sæti með tæpar 117 milljónir og á eftir henni kemur Paul Jansen með tæpar 114 milljónir. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er líka á réttum lista. Hann er í fjórtánda sæti og greiddi rúmar 68 milljónir króna.

Skúli Mogensen er líka á réttum lista. Hann greiddi tæpar 85 milljónir króna í opinber gjöld á síðasta ári.

Vísir birti frétt í morgun, byggða á upphaflegum upplýsingum frá Ríkisskattstjóra, um að þau Guðbjörg, Þorsteinn Már og Skúli væru ekki á listanum yfir skattakónga. Það er rangt, miðað við nýjustu upplýsingar, og hefur fréttin því verið tekin út. Ritstjórn Vísis harmar mistökin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×