Fernando Alonso vann í Þýskalandi Birgir Þór Harðarson skrifar 22. júlí 2012 13:54 Fernando Alonso vann kappaksturinn með frábærum akstri. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari vann þýska kappaksturinn á Hockenheim. Hann leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring og gerði gríðarlega vel þegar Jenson Button setti á hann mikla pressu undir lok kappakstursins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa tekið fram úr Jenson Button á McLaren þegar einn og hálfur hringur var eftir af mótinu. Vettel hafði misst sætið til Button þegar McLaren skaut Button inn í viðgerðarhlé. Það varð til þess að Alonso og Vettel þurftu að svara hring síðar. Spor Vettels á verðlaunapallinn hafa örugglega verið þung því hann á yfir höfði sér yfirheyrslur hjá dómurum mótsins. Vettel kláraði framúraksturinn á Button útaf brautinni sem er ekki leyfilegt. Hann gæti því fengið refsingu sem jafngildir akstri í gegnum viðgerðarsvæðið. Það mun skella honum beint í fimmta eða sjötta sætið. Kimi Raikkönen leit út fyrir að vera frískur í Lotus-bílnum en árangurinn virðist ætla að láta sér standa. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, átti í stökustu vandræðum og endaði átjándi. Sauber-liðið náði frábærum árangri í kappakstrinum. Kamui Kobayashi og Sergio Perez sótti fimmta og sjötta sætið. Þeir komu í mark á undan Michael Schumacher á Mercedes sem hlýtur að vera vonsvikinn með úrslitin eftir að hafa ræst þriðji. Mark Webber á Red Bull, Nico Hulkenberg á Force India og Nico Rosberg á Mercedes sóttu síðustu stigin. Lewis Hamilton á McLaren hætti keppni eftir að hafa sprengt dekk í upphafi móts og truflað toppslaginn. Felipe Massa á Ferrari endaði tólfti eftir að hafa misst framvænginn í fyrstu beygju eftir ræsingu. Alonso er nú kominn með 34 stiga forystu í stigakeppni ökumanna. Webber er þar á eftir aðeins tveimur stigum á undan Vettel. Ferrari-liðið er nú, gegn öllum spádómum og væntingum, það lið sem þarf að skáka. Næsti kappakstur er í Ungverjalandi um næstu helgi og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari vann þýska kappaksturinn á Hockenheim. Hann leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring og gerði gríðarlega vel þegar Jenson Button setti á hann mikla pressu undir lok kappakstursins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa tekið fram úr Jenson Button á McLaren þegar einn og hálfur hringur var eftir af mótinu. Vettel hafði misst sætið til Button þegar McLaren skaut Button inn í viðgerðarhlé. Það varð til þess að Alonso og Vettel þurftu að svara hring síðar. Spor Vettels á verðlaunapallinn hafa örugglega verið þung því hann á yfir höfði sér yfirheyrslur hjá dómurum mótsins. Vettel kláraði framúraksturinn á Button útaf brautinni sem er ekki leyfilegt. Hann gæti því fengið refsingu sem jafngildir akstri í gegnum viðgerðarsvæðið. Það mun skella honum beint í fimmta eða sjötta sætið. Kimi Raikkönen leit út fyrir að vera frískur í Lotus-bílnum en árangurinn virðist ætla að láta sér standa. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, átti í stökustu vandræðum og endaði átjándi. Sauber-liðið náði frábærum árangri í kappakstrinum. Kamui Kobayashi og Sergio Perez sótti fimmta og sjötta sætið. Þeir komu í mark á undan Michael Schumacher á Mercedes sem hlýtur að vera vonsvikinn með úrslitin eftir að hafa ræst þriðji. Mark Webber á Red Bull, Nico Hulkenberg á Force India og Nico Rosberg á Mercedes sóttu síðustu stigin. Lewis Hamilton á McLaren hætti keppni eftir að hafa sprengt dekk í upphafi móts og truflað toppslaginn. Felipe Massa á Ferrari endaði tólfti eftir að hafa misst framvænginn í fyrstu beygju eftir ræsingu. Alonso er nú kominn með 34 stiga forystu í stigakeppni ökumanna. Webber er þar á eftir aðeins tveimur stigum á undan Vettel. Ferrari-liðið er nú, gegn öllum spádómum og væntingum, það lið sem þarf að skáka. Næsti kappakstur er í Ungverjalandi um næstu helgi og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira