Alonso á ráspól í grenjandi rigningu á Hockenheim Birgir Þór Harðarson skrifar 21. júlí 2012 13:14 Alonso náði besta tíma í ömurlegum aðstæðum. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur í mjög erfiðum aðstæðum í tímatökum fyrir þýska kappaksturinn á Hockenheim. Heimamaðurinn Sebastian Vettel á Red Bull var annar. Brautin var gríðarlega blaut og ökumenn áttu í stökustu vandærðum með að halda bílum sínum á brautinni. Mark Webber á Red Bull náði þriðja besta tíma en fær fimm sæta víti fyrir að skipta um gírkassa og ræsir því áttundi. Heimamennirnir Michael Schumacher á Mercedes mun ræsa þriðji og Nico Hulkenberg á Force India ræsir fjórði. Enn og aftur skákaði Pastor Maldonado liðsfélaga sínum hjá Williams í timatökum. Pastor ræsir fimmti en Senna sextándi. Þá ræsa McLaren-mennirnir Jenson Button og Lewis Hamilton í sjötta og sjöunda sæti. Niðurstaðan verður að reynast liðinu vonbrigði því ökumenn liðsins blönduðu sér í toppbaráttuna snemma en náðu ekki að halda því. Kimi Raikkönen ræsir tíundi á Lotus-bíl sínum. Á undan honum ræsir Paul di Resta á Force India. Felipe Massa komst ekkert áfram á Ferrari-bíl sínum. Hann ræsir fjórtándi eftir að hafa verið óheppinn í brautinni. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur í mjög erfiðum aðstæðum í tímatökum fyrir þýska kappaksturinn á Hockenheim. Heimamaðurinn Sebastian Vettel á Red Bull var annar. Brautin var gríðarlega blaut og ökumenn áttu í stökustu vandærðum með að halda bílum sínum á brautinni. Mark Webber á Red Bull náði þriðja besta tíma en fær fimm sæta víti fyrir að skipta um gírkassa og ræsir því áttundi. Heimamennirnir Michael Schumacher á Mercedes mun ræsa þriðji og Nico Hulkenberg á Force India ræsir fjórði. Enn og aftur skákaði Pastor Maldonado liðsfélaga sínum hjá Williams í timatökum. Pastor ræsir fimmti en Senna sextándi. Þá ræsa McLaren-mennirnir Jenson Button og Lewis Hamilton í sjötta og sjöunda sæti. Niðurstaðan verður að reynast liðinu vonbrigði því ökumenn liðsins blönduðu sér í toppbaráttuna snemma en náðu ekki að halda því. Kimi Raikkönen ræsir tíundi á Lotus-bíl sínum. Á undan honum ræsir Paul di Resta á Force India. Felipe Massa komst ekkert áfram á Ferrari-bíl sínum. Hann ræsir fjórtándi eftir að hafa verið óheppinn í brautinni.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira