Enski boltinn

Ferguson: Dalglish missti starfið útaf Suarez málinu

Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Kenny Dalglish hafi misst starf sitt sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool vegna þess að hann hafi tekið ranga ákvörðun í „Suarez-Evra" málinu á síðustu leiktíð.

Luis Suarez leikmaður Liverpool var úrskurðaður í átta leikja keppnisbann vegna kynþáttafordóma sem beindust að Patrice Evra leikmanni Manchester United.

Ferguson er á keppnisferðalagi með lið sitt í Suður-Afríku og hann sagði við fréttamenn í gær að eigendur Liverpool hafi ekki verið sáttur við hvernig Dalglish tók á máli Suarez. „Það kom mér ekki á óvart að Kenny fór frá Liverpool. Ég held að eigandi Liverpool hafi ekki verið sáttur við hvernig tekið var á máli Suarez hjá félaginu," sagði Ferguson m.a. í gær.

Suarez tjáði sig um málið við sjónvarpsstöð í heimalandinu Úrúgvæ þar sem hann talaði um átta leikja bannið. Suarez sagði meðal annars að Manchester United hefði pólitíska valdið í enska boltanum og hefði nýtt sér það. Það hefði verið Evra að kenna að þeir hefðu ekki tekist í hendur í leiknum á Old Trafford. Talið er að forráðamenn Liverpool verði ekki allt of ánægður með þessi ummæli en félagið bannaði Suarez að tjá sig meira um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×