Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 2-3 | Elín Metta hetja Valskvenna 9. ágúst 2012 17:06 Mynd/Ernir Elín Metta Jensen skoraði sigurmark Valskvenna í viðbótartíma er liðið vann 3-2 útisigur á Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan tapaði dýrmætum sigur í titilbaráttunni en Valur stimplaði sig inn í toppbaráttuna á nýjan leik. Eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik buðu leikmenn beggja liða upp á markaveislu í síðari hálfleik. Svava Rós Guðmundsdóttir kom gestunum yfir á 49. mínútu þegar hún slapp ein í gegn eftir sendingu Johönnu Rasmussen. Forysta Valskvenna var ekki langlíf því Ásgerður Stefanía Baldursdóttir jafnaði metin á 54. mínútu með fallegu skoti með vinstri fæti. Stjörnukonur virtist ætla að taka völdin en fengu mark í andlitið. Johanna Rasmussen fékk fína sendingu inn fyrir vörnina á 60. mínútu, lék aðþrengd á Söndru í marki Stjörnunnar og lagði boltann í tómt netið. Varamaðurinn Edda María Birgisdóttir jafnaði hins vegar metin á 73. mínútu þegar fyrirgjöf hennar fann sér leið framhjá Brett Maron í marki Vals. 2-2 og allt útlit fyrir stórmeistara jafntefli. Jafntefli hefðu líkast til verið sanngjörn úrslit en Valskonur voru á öðru máli. Í viðbótartíma sendi Dóra María Lárusdóttir flotta sendingu á Johönnu Rasmussen. Sú danska sendi í fyrsta fyrir markið á Elínu Mettu Jenssen sem stýrði knettinum fádæma yfirvegun í fjærhornið. Glæsilegt mark og sigur Valskvenna í höfn. Stjarnan varð af þremur stigum í toppbaráttunni en Þór/KA hefur nú sex stiga forskot á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Þór/KA lagði FH 6-0 norðan heiða í kvöld og í ljósi þess að norðanstelpur eiga hvorki eftir að mæta Stjörnunni eða Val er titilinn þeirra að tapa. Valskonur réttu stöðu sína verulega með sigrinum. Liðið hefur nú 23 stig, líkt og Breiðablik, í 3.-4. sæti deildarinnar og er aðeins þremur stigum á eftir Stjörnunni. Liðin mætast í úrslitum bikarsins laugardaginn 25. ágúst og ljóst er að sá leikur verður mesta skemmtun ef marka má síðari hálfleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Rakel: Þetta tryggir Þór/KA titilinnMynd/Ernir„Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur. Við vorum þolinmóðar og höfðum trú á þessu allan tímann. Fyrir leik og allan leik. Það gekk allt upp sem við lögðum upp með," sagði Rakel Logadóttir miðjumaður Vals eftir leikinn. „Þetta var barátta og barningur eins og allir Stjörnuleikir eru. Við reynum að spila en þær tækla bara, senda boltann út í loftið og reyna stungusendingar. Svoleiðis spilar þær. Við reynum að halda boltanum á jörðinni, það gengur stundum og stundum ekki. „Við höfðum alltaf trú á þessu og við værum ekki í þessu ef við hefðum ekki trú á þessu. Við höfum lagt mikið á okkur og æfum vel og eigum þetta skilið. „Það er langt í Þór/KA og ef þær halda áfram að skora eins og þær hafa verið að gera þá eru þær að fara að vinna þetta. Ég held að þetta sé leikurinn sem tryggi Þór/KA titilinn, þær eru nú sex stigum á undan Stjörnunni og fimm leikir eftir," sagði Rakel sem vildi að lokum koma því á framfæri að Valsstelpur ætli að troða í sig litlum bleikum Stjörnurúllum í kvöld. Ásgerður: Höldum áframMynd/Ernir„Ég vil ekki halda að titilvonirnar hafi farið þarna. Það eru fimm leikir eftir og við verðum að halda áfram og hugsa um okkar, ekki pæla í öðrum leikjum. Það er allt hægt í þessu," sagði Ásgerður Stefánía Baldursdóttir sem skoraði annað mark Stjörnunnar í kvöld. „Þetta eru alltaf erfiðir leikir gegn Val. Þetta eru tvö jöfn lið en mér fannst við aðeins betri í kvöld. Þær kláruðu þetta í lokin. „Mér fannst þær skapa sér fjögur til fimm færi og klára þrjú. Þetta eru alltaf jafnir leikir gegn Val og ráðast úrslitin alltaf undir lokin. Þetta datt þeirra megin í dag en við eigum einn leik eftir við þær," sagð Ásgerður sem vísar þar í bikarúrslitaleikinn eftir rúman hálfan mánuð. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Elín Metta Jensen skoraði sigurmark Valskvenna í viðbótartíma er liðið vann 3-2 útisigur á Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan tapaði dýrmætum sigur í titilbaráttunni en Valur stimplaði sig inn í toppbaráttuna á nýjan leik. Eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik buðu leikmenn beggja liða upp á markaveislu í síðari hálfleik. Svava Rós Guðmundsdóttir kom gestunum yfir á 49. mínútu þegar hún slapp ein í gegn eftir sendingu Johönnu Rasmussen. Forysta Valskvenna var ekki langlíf því Ásgerður Stefanía Baldursdóttir jafnaði metin á 54. mínútu með fallegu skoti með vinstri fæti. Stjörnukonur virtist ætla að taka völdin en fengu mark í andlitið. Johanna Rasmussen fékk fína sendingu inn fyrir vörnina á 60. mínútu, lék aðþrengd á Söndru í marki Stjörnunnar og lagði boltann í tómt netið. Varamaðurinn Edda María Birgisdóttir jafnaði hins vegar metin á 73. mínútu þegar fyrirgjöf hennar fann sér leið framhjá Brett Maron í marki Vals. 2-2 og allt útlit fyrir stórmeistara jafntefli. Jafntefli hefðu líkast til verið sanngjörn úrslit en Valskonur voru á öðru máli. Í viðbótartíma sendi Dóra María Lárusdóttir flotta sendingu á Johönnu Rasmussen. Sú danska sendi í fyrsta fyrir markið á Elínu Mettu Jenssen sem stýrði knettinum fádæma yfirvegun í fjærhornið. Glæsilegt mark og sigur Valskvenna í höfn. Stjarnan varð af þremur stigum í toppbaráttunni en Þór/KA hefur nú sex stiga forskot á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Þór/KA lagði FH 6-0 norðan heiða í kvöld og í ljósi þess að norðanstelpur eiga hvorki eftir að mæta Stjörnunni eða Val er titilinn þeirra að tapa. Valskonur réttu stöðu sína verulega með sigrinum. Liðið hefur nú 23 stig, líkt og Breiðablik, í 3.-4. sæti deildarinnar og er aðeins þremur stigum á eftir Stjörnunni. Liðin mætast í úrslitum bikarsins laugardaginn 25. ágúst og ljóst er að sá leikur verður mesta skemmtun ef marka má síðari hálfleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Rakel: Þetta tryggir Þór/KA titilinnMynd/Ernir„Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur. Við vorum þolinmóðar og höfðum trú á þessu allan tímann. Fyrir leik og allan leik. Það gekk allt upp sem við lögðum upp með," sagði Rakel Logadóttir miðjumaður Vals eftir leikinn. „Þetta var barátta og barningur eins og allir Stjörnuleikir eru. Við reynum að spila en þær tækla bara, senda boltann út í loftið og reyna stungusendingar. Svoleiðis spilar þær. Við reynum að halda boltanum á jörðinni, það gengur stundum og stundum ekki. „Við höfðum alltaf trú á þessu og við værum ekki í þessu ef við hefðum ekki trú á þessu. Við höfum lagt mikið á okkur og æfum vel og eigum þetta skilið. „Það er langt í Þór/KA og ef þær halda áfram að skora eins og þær hafa verið að gera þá eru þær að fara að vinna þetta. Ég held að þetta sé leikurinn sem tryggi Þór/KA titilinn, þær eru nú sex stigum á undan Stjörnunni og fimm leikir eftir," sagði Rakel sem vildi að lokum koma því á framfæri að Valsstelpur ætli að troða í sig litlum bleikum Stjörnurúllum í kvöld. Ásgerður: Höldum áframMynd/Ernir„Ég vil ekki halda að titilvonirnar hafi farið þarna. Það eru fimm leikir eftir og við verðum að halda áfram og hugsa um okkar, ekki pæla í öðrum leikjum. Það er allt hægt í þessu," sagði Ásgerður Stefánía Baldursdóttir sem skoraði annað mark Stjörnunnar í kvöld. „Þetta eru alltaf erfiðir leikir gegn Val. Þetta eru tvö jöfn lið en mér fannst við aðeins betri í kvöld. Þær kláruðu þetta í lokin. „Mér fannst þær skapa sér fjögur til fimm færi og klára þrjú. Þetta eru alltaf jafnir leikir gegn Val og ráðast úrslitin alltaf undir lokin. Þetta datt þeirra megin í dag en við eigum einn leik eftir við þær," sagð Ásgerður sem vísar þar í bikarúrslitaleikinn eftir rúman hálfan mánuð.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira