Skattahækkun væri rothögg fyrir ferðaþjónustuna Magnús Halldórsson skrifar 8. ágúst 2012 19:44 Til stendur að hækka virðisaukaskatt á gistinætur úr 7% í 25,5% prósent í nýju fjárlagafrumvarpi. Samtök ferðaþjónustunnar segja hækkunina reiðarslag en framkvæmdastjóri hjá Icelandair talar um hneyksli. Stjórnvöld hafa í hyggju að endurskoða skatta á ferðaþjónustuna, í tengslum við vinnu fyrir fjárlög næsta árs. Eins og greint hefur verið frá í fréttum Stöðvar 2 er gatið sem stjórnvöld eiga eftir að loka upp á 16 til 20 milljarða króna, sem brúað verður með skattahækkunum og niðurskurði. Eitt af því sem rætt hefur verið um er að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7 prósent í 25,5 prósent, það er úr lægsta þrepi í það hæsta. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, telur hækkunina á skattinum nú vera út í hött. „Rothögg. Eitt orð yfir það. Allir afskaplega ánægðir með sumarið. Allir afskaplega ánægðir með að það var útlit fyrir góða vertíð. Og að koma með þetta núna í byrjun ágúst þegar við sem vinnum í þessum geira erum að sjálfsögðu löngu búin að semja um öll verð fyrir 2013. Við erum að vinna í 2014 núna. Svo að þessu leyti er þetta bara alveg óskiljanleg aðgerð," segir Magnea. Endanlegar ákvarðanir varðandi það hvaða skattar verða hækkaðir og hvaða útgjöld verða skorin niður, liggja ekki endanlega fyrir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Magnea segir ferðaþjónustuna vera sérstaklega næma fyrir stöðugu umhverfi. „Það vita það allir að við erum alltaf að vinna tvö ár fram í tímann. Viðskiptavinurinn sættir sig ekkert við þetta. Þannig að vera að tala um þetta á 'high-season' er algerlega út í hött og ekki til neins annars en að rífa niður," segir hún. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Til stendur að hækka virðisaukaskatt á gistinætur úr 7% í 25,5% prósent í nýju fjárlagafrumvarpi. Samtök ferðaþjónustunnar segja hækkunina reiðarslag en framkvæmdastjóri hjá Icelandair talar um hneyksli. Stjórnvöld hafa í hyggju að endurskoða skatta á ferðaþjónustuna, í tengslum við vinnu fyrir fjárlög næsta árs. Eins og greint hefur verið frá í fréttum Stöðvar 2 er gatið sem stjórnvöld eiga eftir að loka upp á 16 til 20 milljarða króna, sem brúað verður með skattahækkunum og niðurskurði. Eitt af því sem rætt hefur verið um er að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7 prósent í 25,5 prósent, það er úr lægsta þrepi í það hæsta. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, telur hækkunina á skattinum nú vera út í hött. „Rothögg. Eitt orð yfir það. Allir afskaplega ánægðir með sumarið. Allir afskaplega ánægðir með að það var útlit fyrir góða vertíð. Og að koma með þetta núna í byrjun ágúst þegar við sem vinnum í þessum geira erum að sjálfsögðu löngu búin að semja um öll verð fyrir 2013. Við erum að vinna í 2014 núna. Svo að þessu leyti er þetta bara alveg óskiljanleg aðgerð," segir Magnea. Endanlegar ákvarðanir varðandi það hvaða skattar verða hækkaðir og hvaða útgjöld verða skorin niður, liggja ekki endanlega fyrir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Magnea segir ferðaþjónustuna vera sérstaklega næma fyrir stöðugu umhverfi. „Það vita það allir að við erum alltaf að vinna tvö ár fram í tímann. Viðskiptavinurinn sættir sig ekkert við þetta. Þannig að vera að tala um þetta á 'high-season' er algerlega út í hött og ekki til neins annars en að rífa niður," segir hún.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira