Körfubolti

Draumaliðið marði sigur á Litháen

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Lebron átti góðan leik í dag og setti niður 20 stig.
Lebron átti góðan leik í dag og setti niður 20 stig.
Bandaríska körfuknattleiksliðið lenti í miklu basli gegn öflugu liði Litháen á Ólympíuleikunum, en sýndu mátt sinn í fjórða leikhlutanum og sigldu þeir fram úr á lokasprettinum og unnu að lokum fimm stiga sigur 99-94.

Lebron James og Carmelo Anthony skoruðu báðir tuttugu stig fyrir bandaríska liðið en maður leiksins var Linus Kleiza í liði Litháen, en hann setti niður 25 stig fyrir sína menn og hélt uppi sóknarleik liðsins.

Rússar unnu einnig í dag góðan 77-74 sigur á Spánverjum í æsispennandi leik í hinum riðli keppninnar. Rússar fóru með sigrinum í toppsæti B-riðilsins.

Anton Ponkrashov skoraði 14 stig fyrir Rússa ásamt því að Timofey Mozgov setti niður 12 stig.

Pau Gasol, leikmaður LA Lakers í NBA deildinni fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 20 stig í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×