Innlent

Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur?

Octopus ber við Esjuna á sundunum fyrir utan Sæbraut.
Octopus ber við Esjuna á sundunum fyrir utan Sæbraut. Mynd/Vísir
Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni.

Snekkjan, sem er í raun er glæsilega búið rannsóknaskip, er hér í tvíþættum tilgangi. Fyrst á að kafa niður að flaki breska herskipsins HMS Hood og ná í skipsbjöllu Hood.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur tekur einnig þátt í leiðangrinum auk fleiri íslenskra vísindamanna en einnig stendur til að rannsaka jarðhitasvæði á landgrunni Íslands.

Það er óhætt að segja að þetta sé ein glæsilegasta snekkja veraldar. Það kostaði 25 milljarða að smíða skipið og rekstrarkostnaðurinn yfir árið er tveir og hálfur milljarður.

Octopus er 126 metra löng, eða 50 til 60 metrum lengri en stærstu togarar íslenska flotans enda er hún níunda stærsta ofursnekkja veraldar, sem ekki er í eigu þjóðhöfðingja eða þjóða.

Tvær þyrlur eru um borð og tveir litlir kafbátar.

Ekki er ljóst hvort Allen hyggist koma hingað til lands sjálfur, en hann kom hingað árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×