Guðmundur Ingi Íslandsmeistari í Gokart 2012 Birgir Þór Harðarson skrifar 18. ágúst 2012 18:06 Guðmundur Ingi ásamt Erni og Steini við verðlaunaafhendingu. Mynd/Birgir Þór Guðmundur Ingi Arnarson varði Íslandsmeistaratitil sinn í Gokart í dag þegar hann vann fjörugt mót á keppnisbraut AÍH í Hafnarfirði. Guðmundur vann allar loturnar þrjár og var búinn að tryggja sér titilinn eftir tvær lotur. Ragnar Skúlason var sá eini sem átti möguleika á að skáka Guðmundi Inga í titilslagnum en von hans var úti þegar hann náði ekki að klára fyrstu lotu. Hann lenti í samstuði, endaði utan brautar og á kyrrstæðum bíl í brautarkantinum. Ragnar komst inn á brautina aftur en bræddi úr mótornum vegna skemmdar á vatnskassanum. Hann náði að skipta um mótor fyrir næstu lotu og varð annar í síðustu lotunum. Sjö ökuþórar tóku þátt í mótinu í dag. Örn Óli Strange og Steinn Jónsson voru jafnir með 17 stig en Örn Óli náði öðru sæti með betri innbirðis árangri milli þeirra Steins. Næsta mót verður haldið laugardaginn 8. september í Hafnarfirði en það er bikarmót og telur ekki til Íslandsmeistara. Úrslitin voru á þessa leið: 1. Guðmundur Ingi 30 stig 2. Örn Óli Strange 17 stig 3. Steinn Jónsson 17 stig 4. Ragnar Skúlason 16 stig 5. Hinrik Wöhler 14 stig 6. Ásgeir Elvarsson 11 stig7. Sindri Jónsson 0 stig Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Guðmundur Ingi Arnarson varði Íslandsmeistaratitil sinn í Gokart í dag þegar hann vann fjörugt mót á keppnisbraut AÍH í Hafnarfirði. Guðmundur vann allar loturnar þrjár og var búinn að tryggja sér titilinn eftir tvær lotur. Ragnar Skúlason var sá eini sem átti möguleika á að skáka Guðmundi Inga í titilslagnum en von hans var úti þegar hann náði ekki að klára fyrstu lotu. Hann lenti í samstuði, endaði utan brautar og á kyrrstæðum bíl í brautarkantinum. Ragnar komst inn á brautina aftur en bræddi úr mótornum vegna skemmdar á vatnskassanum. Hann náði að skipta um mótor fyrir næstu lotu og varð annar í síðustu lotunum. Sjö ökuþórar tóku þátt í mótinu í dag. Örn Óli Strange og Steinn Jónsson voru jafnir með 17 stig en Örn Óli náði öðru sæti með betri innbirðis árangri milli þeirra Steins. Næsta mót verður haldið laugardaginn 8. september í Hafnarfirði en það er bikarmót og telur ekki til Íslandsmeistara. Úrslitin voru á þessa leið: 1. Guðmundur Ingi 30 stig 2. Örn Óli Strange 17 stig 3. Steinn Jónsson 17 stig 4. Ragnar Skúlason 16 stig 5. Hinrik Wöhler 14 stig 6. Ásgeir Elvarsson 11 stig7. Sindri Jónsson 0 stig
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira