Tónlist

Sölvi og Tiny gefa út fyrsta lagið undir merkjum Halleluwah

Umslag smáskífunnar K2R er hannað af Þórði Grímssyni.
Umslag smáskífunnar K2R er hannað af Þórði Grímssyni.
Nú í vikunni kom lagið K2R með Halleluwah út þar sem fyrrum Quarashi-félagarnir Sölvi Blöndal og Tiny leiða saman hesta sína. Lagið mælist afar vel fyrir en í því mætir hljóðheimur sjöunda áratugarins hip hopinu.

Henrik Björnsson úr Singapore Sling kemur einnig fram í laginu.

Halleluwah er regnhlífarverkefni sem runnið er undan rifjum Sölva og koma ýmsir fleiri við sögu í því. Stefnt er á fyrstu breiðskífu Halleluwah snemma á næsta ári. K2R mun koma út á vínyl og geisladisk ásamt tilheyrandi b-hliðum í október. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu verkefnisins.

Sölvi og Tiny koma fram undir merkjum Halleluwah á tónleikunum Undiraldan sem verða haldnir á útisviði á torginu fyrir framan Hörpu á Menningarnótt á morgun. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 en þar koma einnig fram Captain Fufanu, Oyama, Dream Central Station, Boogie Trouble og Mr. Silla.

Hér fyrir neðan má svo hlusta á nýja lagið, K2R:










Fleiri fréttir

Sjá meira


×