Axel í 8. sæti og jafnaði met Ólafs: Ekki hægt annað en að vera sáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2012 19:22 Axel Bóasson var sáttur í mótslok. Mynd/Golfsamband Íslands Axel Bóasson, 22 ára kylfingur úr Keili, varð í 8. til 12. sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem lauk á Írlandi í dag. Evrópumótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á hverju ári og þetta er frábær árangur hjá stráknum. Axel lék hringina fjóra á 283 höggum eða fimm höggum undir pari en hann endaði sex höggum á eftir sigurvegaranum sem var Rhys Pugh frá Wales. Axel var einn af fimm kylfingum sem lék á fimm höggum undir pari en hann lék best af þessum kylfingum á lokadeginum eða á tveimur höggum undir pari. Aðstæður voru býsna erfiðar i dag, um sjö metra vindur á sekúndu og reyndist það flestum keppendum erfitt. Meðalskorið var mun hærra i dag sem gerir árangur Axels enn glæsilegri. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings i mótinu, en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti árið 2002. „Ég er bara mjög sáttur með þetta enda ekki annað hægt. Ég lagði upp með það að reyna að komast í gegnum niðurskurðinn, vinna í mínum hlutum og spila rólegt golf. Andlegi þátturinn var líka sterkur í þessu," sagði Axel í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Árangurinn í dag og mótið í heildina var framar öllum væntingum. Ég ætlaði bara að vera rólegur og njóta þess að spila," sagði Axel. „Lykilatriði númer eitt, tvo og þrjú var að vera slakur og treysta því sem ég var að gera. Sjálfstraustið hjá mér var síðan orðið gríðarlegt á flötunum," sagði Axel. „Ég var smá smeykur um að ég myndi bara sætta mig við það að vera kominn í gegnum niðurskurðinn í staðinn fyrir að halda áfram. Ég var því sáttur með að ná að halda áfram," sagði Axel. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Axel Bóasson, 22 ára kylfingur úr Keili, varð í 8. til 12. sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem lauk á Írlandi í dag. Evrópumótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á hverju ári og þetta er frábær árangur hjá stráknum. Axel lék hringina fjóra á 283 höggum eða fimm höggum undir pari en hann endaði sex höggum á eftir sigurvegaranum sem var Rhys Pugh frá Wales. Axel var einn af fimm kylfingum sem lék á fimm höggum undir pari en hann lék best af þessum kylfingum á lokadeginum eða á tveimur höggum undir pari. Aðstæður voru býsna erfiðar i dag, um sjö metra vindur á sekúndu og reyndist það flestum keppendum erfitt. Meðalskorið var mun hærra i dag sem gerir árangur Axels enn glæsilegri. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings i mótinu, en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti árið 2002. „Ég er bara mjög sáttur með þetta enda ekki annað hægt. Ég lagði upp með það að reyna að komast í gegnum niðurskurðinn, vinna í mínum hlutum og spila rólegt golf. Andlegi þátturinn var líka sterkur í þessu," sagði Axel í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Árangurinn í dag og mótið í heildina var framar öllum væntingum. Ég ætlaði bara að vera rólegur og njóta þess að spila," sagði Axel. „Lykilatriði númer eitt, tvo og þrjú var að vera slakur og treysta því sem ég var að gera. Sjálfstraustið hjá mér var síðan orðið gríðarlegt á flötunum," sagði Axel. „Ég var smá smeykur um að ég myndi bara sætta mig við það að vera kominn í gegnum niðurskurðinn í staðinn fyrir að halda áfram. Ég var því sáttur með að ná að halda áfram," sagði Axel.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira