Fjögurra milljarða tap af björgun Sjóvár Magnús Halldórsson skrifar 10. ágúst 2012 19:44 Skattgreiðendur töpuðu fjórum milljörðum á björgun tryggingarfélagsins Sjóvár, en Seðlabankinn eignaðist kjölfestuhlut í tryggingarfélaginu eftir að ríkissjóður kom fyrirtækinu til bjargar eftir hrun. Fyrir ríflega þremur árum ákváðu íslensk stjórnvöld að koma tryggingafélaginu Sjóvá til bjargar með 11,6 milljarða króna framlagi. Seðlabanki Íslands eignaðist í kjölfarið ráðandi hlut í fyrirtækinu sem hann hefur nú selt frá sér. Niðurstaðan af þessari björgun er fjögurra milljarða króna tap skattgreiðenda. Þegar tilkynnt var um aðkomu ríkissjóðs að tryggingafélaginu Sjóvá, hinn áttunda júlí 2009, var tekið fram að aðkoma ríkissjóðs grundvallaðist að því að tryggja hagsmuni almennings. Fjármálaeftirlitið gerði kröfu um að tryggingarfélaginu yrði bjargað, og var aðkoma ríkisins byggð á því mati. Í gær lá fyrst endanlega fyrir hver útkoma þessarar björgunaraðgerðar væri, en þá var tilkynnt um Seðlabankinn hefði selt allan 73 prósent hlut sinn í Sjóvá til samlagshlutafélagsins SF1. Samtals fékk Seðlabankinn 7,4 milljarða fyrir hlut sinn. Eigendur Sjóvár eru, auk fyrrnefnds félags, þrotabú Glitnis og Íslandsbanki. Eigendur SF1 eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins auk fjárfestanna Steinunnar Jónsdóttur, Ernu Gísladóttur, Tómasar Kristjánssonar og Jóns Diðriks Jónssonar, meðal annarra. Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Eignahaldsfélags Seðlabankans, gat ekki veitt fréttastofu viðtal í dag, en sagði niðurstöðu þessar viðskipta vera ásættanlega að mati Seðlabankans sem kappkostaði eins og hann gæti að endurheimta kröfur úr hruninu. Þá væri ekki síður mikilvægt að rekstur Sjóvár væri nú kominn á réttan kjöl, þó alltaf sé sársaukafullt að tapa peningum. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Skattgreiðendur töpuðu fjórum milljörðum á björgun tryggingarfélagsins Sjóvár, en Seðlabankinn eignaðist kjölfestuhlut í tryggingarfélaginu eftir að ríkissjóður kom fyrirtækinu til bjargar eftir hrun. Fyrir ríflega þremur árum ákváðu íslensk stjórnvöld að koma tryggingafélaginu Sjóvá til bjargar með 11,6 milljarða króna framlagi. Seðlabanki Íslands eignaðist í kjölfarið ráðandi hlut í fyrirtækinu sem hann hefur nú selt frá sér. Niðurstaðan af þessari björgun er fjögurra milljarða króna tap skattgreiðenda. Þegar tilkynnt var um aðkomu ríkissjóðs að tryggingafélaginu Sjóvá, hinn áttunda júlí 2009, var tekið fram að aðkoma ríkissjóðs grundvallaðist að því að tryggja hagsmuni almennings. Fjármálaeftirlitið gerði kröfu um að tryggingarfélaginu yrði bjargað, og var aðkoma ríkisins byggð á því mati. Í gær lá fyrst endanlega fyrir hver útkoma þessarar björgunaraðgerðar væri, en þá var tilkynnt um Seðlabankinn hefði selt allan 73 prósent hlut sinn í Sjóvá til samlagshlutafélagsins SF1. Samtals fékk Seðlabankinn 7,4 milljarða fyrir hlut sinn. Eigendur Sjóvár eru, auk fyrrnefnds félags, þrotabú Glitnis og Íslandsbanki. Eigendur SF1 eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins auk fjárfestanna Steinunnar Jónsdóttur, Ernu Gísladóttur, Tómasar Kristjánssonar og Jóns Diðriks Jónssonar, meðal annarra. Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Eignahaldsfélags Seðlabankans, gat ekki veitt fréttastofu viðtal í dag, en sagði niðurstöðu þessar viðskipta vera ásættanlega að mati Seðlabankans sem kappkostaði eins og hann gæti að endurheimta kröfur úr hruninu. Þá væri ekki síður mikilvægt að rekstur Sjóvár væri nú kominn á réttan kjöl, þó alltaf sé sársaukafullt að tapa peningum.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira