Ögmundur telur niðurstöðu sína rétta þrátt fyrir úrskurð kærunefndar VG skrifar 29. ágúst 2012 20:01 Ögmundur Jónasson. „Ég tel niðurstöðuna okkar rétta," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. Ögmundur skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns í stað Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi. Verjandi Höllu, Áslaug Árnadóttir, sagði í viðtali við RÚV að úrskurðurinn væri býsna afdráttarlaus. „Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að sá sem skipaður var í starfið sé svona jafnvel hæfari en umbjóðandi minn í einum þætti. Þau standi jafnfætis í þremur en að umbjóðandi minn hafi verið hæfari þeim sem skipaður var í fjórum af þessum átta þáttum." Ögmundur segir í samtali við Vísi að umsækjendurnir hafi verið jafnhæfir af nefnd sem fór yfir málið. Svo hafi komið til matskenndir þættir sem ráðherrann fór sjálfur yfir, „og þetta var niðurstaðan," bætir hann við. Ögmundur segir þetta niðurstöðu heildræns mats ráðuneytisins á þessum tveimur umsækjendum. Í frétt RÚV segir að kærunefndin gagnrýnir að innanríkisráðherra vísi í rökstuðningi sínum í meðmælabréf starfsmanna embættisins á Húsavík þar sem Svavar var settur sýslumaður. Ráðherrann hafi hins vegar ekki leitað álits hjá umsagnaraðilum kæranda. Í úrskurði kærunefndarinnar segir: „Kærði hefur ekki svo séð verði lagt málefnalagt mat á hæfni kæranda að þessu leyti og vegið hana á móti hæfni þess er skipaður var." Þá verði að gjalda varhug við því að leggja til grundvallar meðmæli undirmanna. Þá hafi ráðherra, segir í úrskurðinum, bent á persónulega eiginleika þess, sem skipaður var, með tilliti til þess að rekstur embættisins á Húsavík hafi krafist sérstakra hæfileika vegna niðurskurðar og fækkunar starfsmanna. Hins vegar sýni gögn málsins ekki að embættið á Húsavík hafi frekar þurft að taka á slíku en til dæmis embættið á Akranesi þar sem Halla Bergþóra er sýslumaður. Engin gögn liggi fyrir um að hún hafi staðið Svavari að baki hvað það varði. „Megináherslan hjá mér er sú að þegar úrskurður jafnréttismála er skoðaður, þá kemur í ljós að samkvæmt því mati standi þessir umsækjendur jafnfætis. En Þegar allir helstu þættir eru skoðaðir þá standa út af ýmsir matskenndir þættir, sem kemur í hlut ráðuneytisins að gera upp um. Eftir þá skoðun var niðurstaðan að ráða ætti Svavar," segir Ögmundur. Í úrskurðinum segir einnig: „Nauðsynlegt hafi verið að kærði (það er ráðherra) gætti sérstakrar varkárni við huglægt mat á hæfni þar sem umsækjendur hafi staðið nokkuð jafnt að vígi í hlutlægum þáttum." Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá innanríkisráðuneytinu um að áfrýja málinu. Ögmundur fékk úrskurðinn í hendurnar í dag og segir ráðuneytið taka næstu daga í að fara yfir niðurstöðuna. Spurður hvort það sé ekki heldur bagalegt að tveir ráðherrar úr ríkisstjórninni hafi verið úrskurðaðir brotlegir gegn jafnréttislögum, en forsætisráðherra hefur einnig verið úrskurð brotleg við sömu lög, endurtók Ögmundur fyrra svar um að hann legði áherslu á að niðurstaða heildræns mats hafi orðið til þess að ráðuneytið réði Svavar frekar en Höllu. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
„Ég tel niðurstöðuna okkar rétta," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. Ögmundur skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns í stað Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi. Verjandi Höllu, Áslaug Árnadóttir, sagði í viðtali við RÚV að úrskurðurinn væri býsna afdráttarlaus. „Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að sá sem skipaður var í starfið sé svona jafnvel hæfari en umbjóðandi minn í einum þætti. Þau standi jafnfætis í þremur en að umbjóðandi minn hafi verið hæfari þeim sem skipaður var í fjórum af þessum átta þáttum." Ögmundur segir í samtali við Vísi að umsækjendurnir hafi verið jafnhæfir af nefnd sem fór yfir málið. Svo hafi komið til matskenndir þættir sem ráðherrann fór sjálfur yfir, „og þetta var niðurstaðan," bætir hann við. Ögmundur segir þetta niðurstöðu heildræns mats ráðuneytisins á þessum tveimur umsækjendum. Í frétt RÚV segir að kærunefndin gagnrýnir að innanríkisráðherra vísi í rökstuðningi sínum í meðmælabréf starfsmanna embættisins á Húsavík þar sem Svavar var settur sýslumaður. Ráðherrann hafi hins vegar ekki leitað álits hjá umsagnaraðilum kæranda. Í úrskurði kærunefndarinnar segir: „Kærði hefur ekki svo séð verði lagt málefnalagt mat á hæfni kæranda að þessu leyti og vegið hana á móti hæfni þess er skipaður var." Þá verði að gjalda varhug við því að leggja til grundvallar meðmæli undirmanna. Þá hafi ráðherra, segir í úrskurðinum, bent á persónulega eiginleika þess, sem skipaður var, með tilliti til þess að rekstur embættisins á Húsavík hafi krafist sérstakra hæfileika vegna niðurskurðar og fækkunar starfsmanna. Hins vegar sýni gögn málsins ekki að embættið á Húsavík hafi frekar þurft að taka á slíku en til dæmis embættið á Akranesi þar sem Halla Bergþóra er sýslumaður. Engin gögn liggi fyrir um að hún hafi staðið Svavari að baki hvað það varði. „Megináherslan hjá mér er sú að þegar úrskurður jafnréttismála er skoðaður, þá kemur í ljós að samkvæmt því mati standi þessir umsækjendur jafnfætis. En Þegar allir helstu þættir eru skoðaðir þá standa út af ýmsir matskenndir þættir, sem kemur í hlut ráðuneytisins að gera upp um. Eftir þá skoðun var niðurstaðan að ráða ætti Svavar," segir Ögmundur. Í úrskurðinum segir einnig: „Nauðsynlegt hafi verið að kærði (það er ráðherra) gætti sérstakrar varkárni við huglægt mat á hæfni þar sem umsækjendur hafi staðið nokkuð jafnt að vígi í hlutlægum þáttum." Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá innanríkisráðuneytinu um að áfrýja málinu. Ögmundur fékk úrskurðinn í hendurnar í dag og segir ráðuneytið taka næstu daga í að fara yfir niðurstöðuna. Spurður hvort það sé ekki heldur bagalegt að tveir ráðherrar úr ríkisstjórninni hafi verið úrskurðaðir brotlegir gegn jafnréttislögum, en forsætisráðherra hefur einnig verið úrskurð brotleg við sömu lög, endurtók Ögmundur fyrra svar um að hann legði áherslu á að niðurstaða heildræns mats hafi orðið til þess að ráðuneytið réði Svavar frekar en Höllu.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira