Geimfarar sváfu undir berum himni í vikurdyngjum Öskju Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2012 13:00 Leiðangursbúðir NASA í Drekagili í júlí 1967. Mynd/Sverrir Pálsson. Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. „Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. „Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af fráfalli Neil Armstrongs.Tjald NASA-manna í vikrinum í Öskju 1967. Þegar leið á dvölina voru þeir fegnir að hafa skjólflíkur.Mynd/Sverrir Pálsson.„Þeir fundu sér vikurdyngjur þarna uppi í hlíðunum sem þeir lögðust í. Þar háttuðu þeir sig oní svefnpokana og lögðu fötin við hliðina. Þarna eru þykkir vikurskaflar. Gulur vikur sem kom upp í Öskjugosinu mikla árið 1875." -Var Neil Armstrong meðal þeirra sem sváfu þannig undir berum himni? „Mér er nær að halda að svo hafi verið. Þegar leið á dvölina voru þeir þó fegnir að hafa skjólflíkur." Íslensku blaðamennirnir sváfu hins vegar í tjöldum. „Við vorum fjórir saman í tjaldi, mig minnir að þeir Árni Gunnarsson, Kristmann Eiðsson og Óli Tynes hafi verið með mér í tjaldinu." Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. „Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. „Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af fráfalli Neil Armstrongs.Tjald NASA-manna í vikrinum í Öskju 1967. Þegar leið á dvölina voru þeir fegnir að hafa skjólflíkur.Mynd/Sverrir Pálsson.„Þeir fundu sér vikurdyngjur þarna uppi í hlíðunum sem þeir lögðust í. Þar háttuðu þeir sig oní svefnpokana og lögðu fötin við hliðina. Þarna eru þykkir vikurskaflar. Gulur vikur sem kom upp í Öskjugosinu mikla árið 1875." -Var Neil Armstrong meðal þeirra sem sváfu þannig undir berum himni? „Mér er nær að halda að svo hafi verið. Þegar leið á dvölina voru þeir þó fegnir að hafa skjólflíkur." Íslensku blaðamennirnir sváfu hins vegar í tjöldum. „Við vorum fjórir saman í tjaldi, mig minnir að þeir Árni Gunnarsson, Kristmann Eiðsson og Óli Tynes hafi verið með mér í tjaldinu."
Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15
Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15