David Guetta tekur upp varúlfa-myndband á Íslandi 24. ágúst 2012 10:41 "Við erum náttúrulega með stórbrotnustu og fjölbreyttustu leikmynd sem til er í íslenska landslaginu. Tökurnar hafa gengið gríðarlega vel og þeir eru í skýjunum yfir þessu," segir Alfreð Gíslason, framleiðslustjóri hjá Pegasus, sem heldur utan um tökur á nýju myndbandi fyrir tónlistarmanninn og plötusnúðinn David Guetta. Guetta sá sér reyndar ekki fært að koma til landsins í tengslum við tökurnar en hann undirbýr nú útgáfu nýjustu plötu sinnar, Nothing but the Beat 2.0, sem kemur út þann 7. september næstkomandi. Áætlað er að myndbandið komi út í lok september en það er við nýjasta lag kappans, She Wolf (Falling to Piece). Ástralska söngkonan Sia Furler syngur í laginu. Alfreð gat ekki staðfest hvort söngkonan væri hér á landi né vildi hann gefa nokkuð upp um söguþráð myndbandsins. Fréttablaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að varúlfar leiki þar lykilhlutverk. Bæði íslensk dýr og leikarar koma fram í myndbandinu. Tökur hafa staðið yfir undanfarna daga meðal annars á Reykjanesi, Langjökli og við Kleifarvatn og var síðasti tökudagur í gær. David Guetta er mjög þekktur í danstónlistarheiminum. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Grammy- og MTV-verðlauna, World Music Awards og Brit Awards fyrir lög sín og unnið með helstu tónlistarmönnum heims. Þekktustu lög kappans eru meðal annars When Love Takes Over með Kelly Rowland, Gettin? Over You með Chris Willis, Fergie og LMFAO og Sexy chick með Akon. Leikstjóri myndbandsins er hinn bandaríski Hiro Murai en hann hefur meðal annars gert myndabönd fyrir sveitir á borð við Bloc Party, St. Vincent, Scissor Sisters og Azealia Banks. Um fimmtán manna erlent tökulið er statt hér á landi í tengslum við tökurnar og alls koma um fimmtíu Íslendingar að verkefninu. Alfreð segir sumarið hafi verið einstaklega gott fyrir starfsfólk kvikmyndagerðabransans hér á landi. "Ég hef verið í þessu síðan árið 1997 og man ekki eftir öðru eins. Það er búið að vera nóg að gera og líklega efni í frétt."alfrun@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
"Við erum náttúrulega með stórbrotnustu og fjölbreyttustu leikmynd sem til er í íslenska landslaginu. Tökurnar hafa gengið gríðarlega vel og þeir eru í skýjunum yfir þessu," segir Alfreð Gíslason, framleiðslustjóri hjá Pegasus, sem heldur utan um tökur á nýju myndbandi fyrir tónlistarmanninn og plötusnúðinn David Guetta. Guetta sá sér reyndar ekki fært að koma til landsins í tengslum við tökurnar en hann undirbýr nú útgáfu nýjustu plötu sinnar, Nothing but the Beat 2.0, sem kemur út þann 7. september næstkomandi. Áætlað er að myndbandið komi út í lok september en það er við nýjasta lag kappans, She Wolf (Falling to Piece). Ástralska söngkonan Sia Furler syngur í laginu. Alfreð gat ekki staðfest hvort söngkonan væri hér á landi né vildi hann gefa nokkuð upp um söguþráð myndbandsins. Fréttablaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að varúlfar leiki þar lykilhlutverk. Bæði íslensk dýr og leikarar koma fram í myndbandinu. Tökur hafa staðið yfir undanfarna daga meðal annars á Reykjanesi, Langjökli og við Kleifarvatn og var síðasti tökudagur í gær. David Guetta er mjög þekktur í danstónlistarheiminum. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Grammy- og MTV-verðlauna, World Music Awards og Brit Awards fyrir lög sín og unnið með helstu tónlistarmönnum heims. Þekktustu lög kappans eru meðal annars When Love Takes Over með Kelly Rowland, Gettin? Over You með Chris Willis, Fergie og LMFAO og Sexy chick með Akon. Leikstjóri myndbandsins er hinn bandaríski Hiro Murai en hann hefur meðal annars gert myndabönd fyrir sveitir á borð við Bloc Party, St. Vincent, Scissor Sisters og Azealia Banks. Um fimmtán manna erlent tökulið er statt hér á landi í tengslum við tökurnar og alls koma um fimmtíu Íslendingar að verkefninu. Alfreð segir sumarið hafi verið einstaklega gott fyrir starfsfólk kvikmyndagerðabransans hér á landi. "Ég hef verið í þessu síðan árið 1997 og man ekki eftir öðru eins. Það er búið að vera nóg að gera og líklega efni í frétt."alfrun@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira