Jarðskjálfti varð á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu. Skjálftinn fannst mjög vel í Reykjavík og nágrenni. Hann varð rétt fyrir hádegi á sex kílómetra dýpi við Bláfjöll. Samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálftafræðingi á Veðurstofunni sýna fyrstu mælingar að hann hafi mælst 4,6 stig.

