Schumacher og Hamilton fljótastir á æfingum í Monza Birgir Þór Harðarson skrifar 7. september 2012 13:47 Red Bull voru hvergi á æfingunum í dag. nordicphotos/afp Mercedes knúnir bílar voru fljótastir á æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Michael Schumacher, sem ekur fyrir Mercedes-liðið, var fljótastur á æfingum morgunsins og Lewis Hamilton, á McLaren-bíl, var fljótastur á æfingunum í hádeginu. Mercedes-vélarnar virðast vera þær öflugustu á Monza-brautinni sem er sú hraðasta á tímabilinu. Fernando Alonso, á Ferrari-bíl, var fljótastur um brautina framan af á seinni æfingunni en lenti í vandræðum með bílinn þegar á leið. Hann þurfti því að leggja bílnum inn í skúr og varð af dýrmætum reynsluaksturstíma. Gera má ráð fyrir að Ferrari-liðinu hafi ekki tekist að safna nægilegum upplýsingum um virkni bílsins með full tank af eldsneyti. Það gæti skaðað möguleika þeirra á sigri í kappakstrinum. Liðið verður annars örugglega öflugt í tímatökunum. Það sem gæti haft áhrif á getu sumra liða er hvaða gírhlutföll þeir hafa valið til að nota í kappakstrinum. Gírhlutföllin þarf að útnefna í upphafi tímabils áður en nokkur reynsla kemst á ökutækin. Liðin eru þvinguð til að leggja áherslu á valin mót því aðeins takmarkaður fjöldi gírhlutfalla má velja fyrir tímabilið. Red Bull-liðið var ekki í neinum sérstökum gír í dag. Þeir eiga greinilega við sama vandamál að stríða og á Spa-brautinni fyrir viku því bíllinn hefur ekki nógu mikinn endahraða á beinu köflunum. Óvíst er hvort liðinu takist að laga það fyrir kappaksturinn. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun og eru sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu. Búast má við fjörugum kappakstri því Alonso þarf nú að hafa virkilegar áhyggjur af keppnautum sínum. Þeir átu verulega af forystu Alonso í belgíska kappakstrinum fyrir viku því Alonso komst ekki í gegnum fyrstu beygju. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mercedes knúnir bílar voru fljótastir á æfingum dagsins fyrir ítalska kappaksturinn í Monza í dag. Michael Schumacher, sem ekur fyrir Mercedes-liðið, var fljótastur á æfingum morgunsins og Lewis Hamilton, á McLaren-bíl, var fljótastur á æfingunum í hádeginu. Mercedes-vélarnar virðast vera þær öflugustu á Monza-brautinni sem er sú hraðasta á tímabilinu. Fernando Alonso, á Ferrari-bíl, var fljótastur um brautina framan af á seinni æfingunni en lenti í vandræðum með bílinn þegar á leið. Hann þurfti því að leggja bílnum inn í skúr og varð af dýrmætum reynsluaksturstíma. Gera má ráð fyrir að Ferrari-liðinu hafi ekki tekist að safna nægilegum upplýsingum um virkni bílsins með full tank af eldsneyti. Það gæti skaðað möguleika þeirra á sigri í kappakstrinum. Liðið verður annars örugglega öflugt í tímatökunum. Það sem gæti haft áhrif á getu sumra liða er hvaða gírhlutföll þeir hafa valið til að nota í kappakstrinum. Gírhlutföllin þarf að útnefna í upphafi tímabils áður en nokkur reynsla kemst á ökutækin. Liðin eru þvinguð til að leggja áherslu á valin mót því aðeins takmarkaður fjöldi gírhlutfalla má velja fyrir tímabilið. Red Bull-liðið var ekki í neinum sérstökum gír í dag. Þeir eiga greinilega við sama vandamál að stríða og á Spa-brautinni fyrir viku því bíllinn hefur ekki nógu mikinn endahraða á beinu köflunum. Óvíst er hvort liðinu takist að laga það fyrir kappaksturinn. Tímatökur fyrir kappaksturinn eru á morgun og eru sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu. Búast má við fjörugum kappakstri því Alonso þarf nú að hafa virkilegar áhyggjur af keppnautum sínum. Þeir átu verulega af forystu Alonso í belgíska kappakstrinum fyrir viku því Alonso komst ekki í gegnum fyrstu beygju.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira