Cheek Mountain Thief innblásin af Húsvíkingum 4. september 2012 14:30 "Það má segja að platan hafi skrifað sig sjálf á meðan á dvölinni stóð og um leið varð ég enn ástfangnari af Íslandi," segir Mike Lindsay, söngvari bresku hljómsveitarinnar Tunng, um sólóplötu sína Cheek Mountain Thief. Hún varð til að mestu yfir tveggja mánaða dvöl hans á Húsavík á síðasta ári og heldur hann tónleika 5. september á Faktorý og 7. september á Gamla bauknum, eina bar Húsvíkinga, ásamt hljómsveitinni sem hann kynntist þar. Platan kom út 17. ágúst og hefur hlotið frábæra dóma hjá breskum gagnrýnendum, þar á meðal fjórar stjörnur af fimm hjá Q magazine og The Guardian. Baksaga plötunnar er afar áhugaverð en Lindsay settist að í sumarhúsinu Kaldbaki við Kinnafjöllin í mars 2011. Tilgangur dvalarinnar var að heimsækja Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, sem hann var ástfanginn af. Þau kynntust í Þýskalandi árið 2006 og endurnýjuðu kynni sín við komu Tunng á Iceland Airwaves árið 2010. Ástin varð til þess að Mike býr nú á Íslandi og stefna þau á að gifta sig á Húsavík að ári. "Ég ætlaði að semja raftónlist en endaði með þjóðlagatónlist innblásna af því að vera á öðrum stað, og fólkinu og fjöllunum," segir hann og heldur áfram. "Þetta varð fljótt að samstarfsverkefni með fólki frá Húsavík." "Þegar ég kom til Reykjavíkur tók ég plötuna lengra," segir hann. Gunnar Örn Tynes úr Múm sá um hljóðblöndun og Mugison, Sin Fang og Mr. Silla sungu í nokkrum lögum. Söngvari þjóðarinnar, hinn eini og sanni Mugison, flytur íslenskan texta í laginu Showdown. "Já, en við þekktumst og höfðum spilað saman áður en hann varð frægasti maður á Íslandi," segir hann og hlær. "Sin Fang syngur í lögunum, Spirit, Fight og Darkness. Fyrra lagið fjallar um yfirnáttúrulega upplifun mína frá Húsavík. Hún átti sér stað um fimm um nótt í júní í fyrra. Þá var snjórinn að bráðna í Kinnafjöllunum og eftir varð risastórt spurningarmerki úr snjó." Cheek Mountain Thief leggur eftir tónleika vikunnar í tónleikaferð. Bandið skipa auk Mike þau Óskar Andri Ólafsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Birkir Ólafsson, Gunnar Illugi Sigurðsson, Hannah Rós Sigurðardóttir og Leifur Björnsson.hallfridur@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
"Það má segja að platan hafi skrifað sig sjálf á meðan á dvölinni stóð og um leið varð ég enn ástfangnari af Íslandi," segir Mike Lindsay, söngvari bresku hljómsveitarinnar Tunng, um sólóplötu sína Cheek Mountain Thief. Hún varð til að mestu yfir tveggja mánaða dvöl hans á Húsavík á síðasta ári og heldur hann tónleika 5. september á Faktorý og 7. september á Gamla bauknum, eina bar Húsvíkinga, ásamt hljómsveitinni sem hann kynntist þar. Platan kom út 17. ágúst og hefur hlotið frábæra dóma hjá breskum gagnrýnendum, þar á meðal fjórar stjörnur af fimm hjá Q magazine og The Guardian. Baksaga plötunnar er afar áhugaverð en Lindsay settist að í sumarhúsinu Kaldbaki við Kinnafjöllin í mars 2011. Tilgangur dvalarinnar var að heimsækja Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, sem hann var ástfanginn af. Þau kynntust í Þýskalandi árið 2006 og endurnýjuðu kynni sín við komu Tunng á Iceland Airwaves árið 2010. Ástin varð til þess að Mike býr nú á Íslandi og stefna þau á að gifta sig á Húsavík að ári. "Ég ætlaði að semja raftónlist en endaði með þjóðlagatónlist innblásna af því að vera á öðrum stað, og fólkinu og fjöllunum," segir hann og heldur áfram. "Þetta varð fljótt að samstarfsverkefni með fólki frá Húsavík." "Þegar ég kom til Reykjavíkur tók ég plötuna lengra," segir hann. Gunnar Örn Tynes úr Múm sá um hljóðblöndun og Mugison, Sin Fang og Mr. Silla sungu í nokkrum lögum. Söngvari þjóðarinnar, hinn eini og sanni Mugison, flytur íslenskan texta í laginu Showdown. "Já, en við þekktumst og höfðum spilað saman áður en hann varð frægasti maður á Íslandi," segir hann og hlær. "Sin Fang syngur í lögunum, Spirit, Fight og Darkness. Fyrra lagið fjallar um yfirnáttúrulega upplifun mína frá Húsavík. Hún átti sér stað um fimm um nótt í júní í fyrra. Þá var snjórinn að bráðna í Kinnafjöllunum og eftir varð risastórt spurningarmerki úr snjó." Cheek Mountain Thief leggur eftir tónleika vikunnar í tónleikaferð. Bandið skipa auk Mike þau Óskar Andri Ólafsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Birkir Ólafsson, Gunnar Illugi Sigurðsson, Hannah Rós Sigurðardóttir og Leifur Björnsson.hallfridur@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira