Maldonado refsað - Raikkönen ræsir þriðji Birgir Þór Harðarson skrifar 1. september 2012 20:29 Maldonado var fyrir Hulkenberg í tímatökunum og fékk þriggja sæta refsingu. Nordicphotos/afp Pastor Maldonado, ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1, hefur hlotið þriggja sæta refsingu fyrir að hindra Nico Hulkenberg í fyrstu lotu tímatökunnar í dag fyrir belgíska kappaksturinn. Maldonado ræsir því sjötti í kappakstrinum á morgun. Það þýðir að Kimi Raikkönen mun stilla Lotus-bíl sínum upp í þriðja sæti á ráslínunni í kappakstrinum á morgun á undan Sergio Perez á Sauber og Fernando Alonso á Ferrari. Maldonado sagði eftir tímatökuna í dag að þriðja sætið væri aðeins fyrsta vísbending þess að Williams-liðið verði mun öflugra á seinni helmingi keppnistímabilsins en það hefur verið í sumar. Jenson Button ræsir sem fyrr fyrstur í McLaren-bílnum á undan Kamui Kobayashi á Sauber. Tímatakan var mjög skemmtileg og skilaði óvæntum úrslitum enda fengu liðin takmarkaðan tíma í morgun til þess að fínstilla bíla sína fyrir kappaksturinn og tímatökuna vegna mikilla rigninga á æfingum í gær. Kappaksturinn hefst klukkan 12:00 á morgun og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Pastor Maldonado, ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1, hefur hlotið þriggja sæta refsingu fyrir að hindra Nico Hulkenberg í fyrstu lotu tímatökunnar í dag fyrir belgíska kappaksturinn. Maldonado ræsir því sjötti í kappakstrinum á morgun. Það þýðir að Kimi Raikkönen mun stilla Lotus-bíl sínum upp í þriðja sæti á ráslínunni í kappakstrinum á morgun á undan Sergio Perez á Sauber og Fernando Alonso á Ferrari. Maldonado sagði eftir tímatökuna í dag að þriðja sætið væri aðeins fyrsta vísbending þess að Williams-liðið verði mun öflugra á seinni helmingi keppnistímabilsins en það hefur verið í sumar. Jenson Button ræsir sem fyrr fyrstur í McLaren-bílnum á undan Kamui Kobayashi á Sauber. Tímatakan var mjög skemmtileg og skilaði óvæntum úrslitum enda fengu liðin takmarkaðan tíma í morgun til þess að fínstilla bíla sína fyrir kappaksturinn og tímatökuna vegna mikilla rigninga á æfingum í gær. Kappaksturinn hefst klukkan 12:00 á morgun og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira