Fjórðungur kennara hefur ekki trú á skóla án aðgreiningar Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. september 2012 18:30 Fjórðungur íslenskra grunnskólakennara hefur ekki trú á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, en aðeins 42 prósent eru jákvæð gagnvart henni samkvæmt nýrri könnun meðal kennara. Þá telja 77 prósent kennara að álag í kennslu hafi aukist mjög mikið á undanförnum fimm árum. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að nýrri könnun meðal íslenskra grunnskólakennara. Af fjögur þúsund kennurum bárust svör frá 2616. Svör kennara benda til þess að álag í starfi kennara hafi aukist mikið á undanförnum fimm árum. Rúmlega 77 prósent svarenda sögðu álagið hafa aukist frekar eða mjög mikið á þessu tímabili, 18 prósent töldu álagið svipað en einungis 0,7 prósent töldu álagið hafa minnkað frekar eða mjög mikið. Laun kennara hafa hins vegar ekki hækkað í takt við aukið álag. Það sem vekur einna mesta athygli við niðurstöður könnunarinnar er afstaða grunnskólakennara til skóla án áðgreiningar, en framkvæmd þessarar stefnu birtist í því að börn með sérþarfir sækja sinn heimaskóla og sitja í bekk með jafnöldrum sínum sem ekki þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Aðeins 42 prósent kennara voru jákvæðir eða mjög jákvæðir gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæðir eða mjög neikvæðir. 32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Þessar niðurstöður ríma ágætla við niðurstöður úr meistararitgerð Albertu Tulinius við menntavísindavsvið HÍ um stuðning við kennara. Nðurstöður rannsóknar hennar á árunum 2008-2010 benda til þess að í skóla án aðgreiningar séu gerðar miklar kröfur til kennara um árangursríka kennslu en að sama skapi fá þeir ekki nægan stuðning meðal annars vegna fjárskorts en einnig vegna slaks aðgengis að námsefni. Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í raun ávöxtur kenninga um félagslegt réttlæti. Og á að búa einstaklinga með sérþarfir betur undir frekari menntun og þáttöku í samfélaginu, fremur en þeir séu eingöngu að umgangast aðra sem glíma sem við sömu vandamál. Þessar niðurstöður veita hins vegar vísbendingar um að innleiðing stefnunnar hafi ekki heppnast nægilega vel í skólakerfinu eða að mikið starf sé óunnið við að ljúka innleiðingu hennar svo vel takist til. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Fjórðungur íslenskra grunnskólakennara hefur ekki trú á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, en aðeins 42 prósent eru jákvæð gagnvart henni samkvæmt nýrri könnun meðal kennara. Þá telja 77 prósent kennara að álag í kennslu hafi aukist mjög mikið á undanförnum fimm árum. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara stóðu sameiginlega að nýrri könnun meðal íslenskra grunnskólakennara. Af fjögur þúsund kennurum bárust svör frá 2616. Svör kennara benda til þess að álag í starfi kennara hafi aukist mikið á undanförnum fimm árum. Rúmlega 77 prósent svarenda sögðu álagið hafa aukist frekar eða mjög mikið á þessu tímabili, 18 prósent töldu álagið svipað en einungis 0,7 prósent töldu álagið hafa minnkað frekar eða mjög mikið. Laun kennara hafa hins vegar ekki hækkað í takt við aukið álag. Það sem vekur einna mesta athygli við niðurstöður könnunarinnar er afstaða grunnskólakennara til skóla án áðgreiningar, en framkvæmd þessarar stefnu birtist í því að börn með sérþarfir sækja sinn heimaskóla og sitja í bekk með jafnöldrum sínum sem ekki þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Aðeins 42 prósent kennara voru jákvæðir eða mjög jákvæðir gegnvart stefnunni og 26 prósent kennara, eða rúmlega fjórðungur, voru neikvæðir eða mjög neikvæðir. 32,6 prósent töldu það hafa gengið vel að fylgja stefnunni en tæplega 30 prósent töldu það hafa gengið illa eða mjög illa. Þessar niðurstöður ríma ágætla við niðurstöður úr meistararitgerð Albertu Tulinius við menntavísindavsvið HÍ um stuðning við kennara. Nðurstöður rannsóknar hennar á árunum 2008-2010 benda til þess að í skóla án aðgreiningar séu gerðar miklar kröfur til kennara um árangursríka kennslu en að sama skapi fá þeir ekki nægan stuðning meðal annars vegna fjárskorts en einnig vegna slaks aðgengis að námsefni. Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í raun ávöxtur kenninga um félagslegt réttlæti. Og á að búa einstaklinga með sérþarfir betur undir frekari menntun og þáttöku í samfélaginu, fremur en þeir séu eingöngu að umgangast aðra sem glíma sem við sömu vandamál. Þessar niðurstöður veita hins vegar vísbendingar um að innleiðing stefnunnar hafi ekki heppnast nægilega vel í skólakerfinu eða að mikið starf sé óunnið við að ljúka innleiðingu hennar svo vel takist til. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira