Enski boltinn

Aron spilaði í sigri

Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson endurheimti sæti sitt í byrjunarliði Cardiff City sem mætti Millwall á útivelli og vann góðan sigur, 2-0.

Aron Einar hafði byrjað á bekknum í síðustu tveimur leikjum en Malky Mackay, stjóri Cardiff, hafði stillt liðinu upp í 4-4-2.

Mackay breytti til í kvöld og byrjaði með fimm manna miðju. Það þýddi að Aron komst aftur í liðið en á kostnað sóknarmannsins Heiðars Helgusonar, þar sem Nicky Maynard var einn í fremstu víglínu.

Cardiff skoraði bæði mörk sín í leiknum í upphafi síðari hálfleiks en stuttu síðar, á 66. mínútu, kom Heiðar inn á fyrir Maynard. Aron Einar spilaði allan leikinn.

Þetta var fyrsti sigur Cardiff á útivelli á tímabilinu. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig en aðeins eitt stig skilur að efstu fimm lið deildarinnar. Blackburn er á toppnum með fjórtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×