Tónlist

Ný Dönsk frumflytur nýtt lag á Bylgjunni í kvöld

Hljómsveitin Ný Dönsk fagnar í ár 25 ára afmæli sínu. Að því tilefni frumflytur hljómsveitin nýtt lag, Uppskeru, í tveggja tíma þætti á Bylgjunni í kvöld tileinkuðum sveitinni.

Þátturinn hefst klukkan 22:00

Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Ólafur Hólm, Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson sitja við hljóðnemann og segja sögurnar, rifja upp skemmtilegu atvikin, eftirminnilegustu augnablikin, tilurð laganna og láta allt flakka. Ótal mörg lög Ný Danskrar munu hljóma í kvöld og allir unnendur góðrar íslenskrar popptónlistar ættu að leggja við hlustir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.