Tónlist

Ragnhildur Steinunn hitti Of Monsters í sundi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Minnstu munaði að lagið "King and Lionheart", sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gert nokkuð frægt, kæmi aldrei út. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, er höfundur lagsins og kveðst hún stundum vera svo feimin við að sýna strákunum í hljómsveitinni login sín að hún hafi varla þorað að sýna strákunum þetta lag. Frá þessu segir Nanna Bryndís í viðtali við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur er á RÚV í kvöld. Nanna Bryndís segist þurfa að hafa fulla trúa á lagahugmynd sinni áður en hún sýnir einhverjum,því henni þykir svo vænt um allt sem hún sendir frá sér.

Hljómsveitin hefur lagt það í vana sinn að mæta í sundlaugina í Garðabæ eftir hvert tónleikaferðalag. Þar sprella strákarnir í rennubrautinni og slaka á í pottinum. Þeir Arnar, Árni, Kristján og Brynjar tóku því ekkert annað í mál en að hitta Ragnhildi Steinunni í heitapottinum í Garðabæ þegar kom að upptökum fyrir Ísþjóðina.

Ragnhildur Steinunn segir að það hafi verið töluverð fyrirhöfn að ná hljómsveitinni saman fyrir upptökur á þættinum, enda sé dagskráin hjá hljómsveitinni stíf. "Þau hafa verið á stífu tónleikaferðalagi og öll þeirra mál fara í gegnum umboðsmann. Þau eru greinilega orðin stór og verða líklegast bara stærri," segir Ragnhildur Steinunn.

Sé smellt á hlekkinn hér að ofan má sjá þegar sveitin tók King and Lionheart í Poppskúrnum á Vísi í fyrravetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.