Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2012 23:00 Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. Hún verður engu að síður næststærsta virkjun Grænlands. Fyrir Ístak hafa verkefni af þessu tagi reynst eins og himnasending í íslensku hallæri. Gísli H. Guðmundsson, staðarstjóri Ístaks á Grænlandi, segir að sókn fyrirtækisins í verkefni bæði á Grænlandi og í Noregi hafi skipt verulegu máli fyrir starfsemina. Tekist hafi að halda uppi veltu fyrirtækisins og tryggja starfsmönnum vinnu þrátt fyrir þá erfiðleika sem dundu yfir á Íslandi í hruninu. Ístak fékk verkið í alútboði sem þýddi að Íslendingar tóku að sér að hanna virkjunina. Það skóp vinnu hjá verkfræðistofum eins og Verkís og Eflu, fyrir verkfræðinga, tæknifræðinga og arkitekta. Fyrir undirverktaka, eins og Rafmiðlun hefur þetta einnig skipt sköpum en,fyrirtækið er með 35 manns í vinnu á Grænlandi við rafbúnað virkjunarinnar. Stór hluti af 12-13 milljarða króna verksamningi skilar sér inn í hagkerfi Íslands og áætlar Gísli H. Guðmundsson að 50-60% fari í íslenskar hendur. Á endanum verða það þó Grænlendingar sem græða mest á þeim verðmætum sem íslensk verkþekking er þarna að skapa, eins og forstjóri Orkustofnunar Grænlands, Henrik Estrup, lýsir. Hann stýrir Landsvirkjun þeirra Grænlendinga sem valdi Ístak þótt fyrirtækið hafi ekki boðið ódýrustu lausnina. Estrup segir að bygging vatnsaflsvirkjana hafi haft gríðarmikla þýðingu fyrir Grænland. Landið hafi verið þróast frá því að keyra alfarið á dísilrafstöðvum þar til nú með þessari virkjun að sjálfbær orkuframleiðsla fari upp í 70 prósent af raforkuþörf landsins. „Við spörum innflutning á olíu og svo losum við minna magn af koltvísýringi," segir Henrik Estrup. Hann lýsir mikilli ánægju með Ístak. Fyrirtækið hafi áður reist virkjun í Sisimiut, sem reynst hafi mjög vel, og þeir búist við því sama hér í Ilulissat. Áætlað er að fyrsta aflvélin verði gangsett í nóvember en það verður þó ekki fyrir undir lok næsta árs sem verkinu lýkur, verki sem Ístaksmenn telja mikla áskorun: „Að geta framkvæmt svona verk hér, langt frá heimahögum, á öruggan hátt, og í þessu tilviki erum við pínulítið að hjálpa til byggja upp grænlenskt samfélag, innviði þess, með þessari vatnsaflsvirkjun, og selja okkar íslensku verkþekkingu," segir staðarstjórinn Gísli H. Guðmundsson. Tengdar fréttir Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. Hún verður engu að síður næststærsta virkjun Grænlands. Fyrir Ístak hafa verkefni af þessu tagi reynst eins og himnasending í íslensku hallæri. Gísli H. Guðmundsson, staðarstjóri Ístaks á Grænlandi, segir að sókn fyrirtækisins í verkefni bæði á Grænlandi og í Noregi hafi skipt verulegu máli fyrir starfsemina. Tekist hafi að halda uppi veltu fyrirtækisins og tryggja starfsmönnum vinnu þrátt fyrir þá erfiðleika sem dundu yfir á Íslandi í hruninu. Ístak fékk verkið í alútboði sem þýddi að Íslendingar tóku að sér að hanna virkjunina. Það skóp vinnu hjá verkfræðistofum eins og Verkís og Eflu, fyrir verkfræðinga, tæknifræðinga og arkitekta. Fyrir undirverktaka, eins og Rafmiðlun hefur þetta einnig skipt sköpum en,fyrirtækið er með 35 manns í vinnu á Grænlandi við rafbúnað virkjunarinnar. Stór hluti af 12-13 milljarða króna verksamningi skilar sér inn í hagkerfi Íslands og áætlar Gísli H. Guðmundsson að 50-60% fari í íslenskar hendur. Á endanum verða það þó Grænlendingar sem græða mest á þeim verðmætum sem íslensk verkþekking er þarna að skapa, eins og forstjóri Orkustofnunar Grænlands, Henrik Estrup, lýsir. Hann stýrir Landsvirkjun þeirra Grænlendinga sem valdi Ístak þótt fyrirtækið hafi ekki boðið ódýrustu lausnina. Estrup segir að bygging vatnsaflsvirkjana hafi haft gríðarmikla þýðingu fyrir Grænland. Landið hafi verið þróast frá því að keyra alfarið á dísilrafstöðvum þar til nú með þessari virkjun að sjálfbær orkuframleiðsla fari upp í 70 prósent af raforkuþörf landsins. „Við spörum innflutning á olíu og svo losum við minna magn af koltvísýringi," segir Henrik Estrup. Hann lýsir mikilli ánægju með Ístak. Fyrirtækið hafi áður reist virkjun í Sisimiut, sem reynst hafi mjög vel, og þeir búist við því sama hér í Ilulissat. Áætlað er að fyrsta aflvélin verði gangsett í nóvember en það verður þó ekki fyrir undir lok næsta árs sem verkinu lýkur, verki sem Ístaksmenn telja mikla áskorun: „Að geta framkvæmt svona verk hér, langt frá heimahögum, á öruggan hátt, og í þessu tilviki erum við pínulítið að hjálpa til byggja upp grænlenskt samfélag, innviði þess, með þessari vatnsaflsvirkjun, og selja okkar íslensku verkþekkingu," segir staðarstjórinn Gísli H. Guðmundsson.
Tengdar fréttir Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15
Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45