Fótbolti

Reiður írskur landsliðsmaður missti sig á Twitter

McClean í landsleik.
McClean í landsleik.
Írski landsliðsmaðurinn James McClean missti sig á Twitter síðasta föstudag en hann var afar ósáttur með að fá ekki að spila neitt í leik Íra á útivelli gegn Kasakstan.

"Þetta er helvítis brandari," sagði McClean á Twitter en hann eyddi færslunni skömmu síðar. Hann hefur líka beðist afsökunar.

Landsliðsþjálfarinn, Giovanni Trapattoni, er ekki ánægður með leikmanninn en ætlar ekki að henda honum úr hópnum.

"Annar þjálfari, enskur eða þýskur, myndi líklega henda honum heim en ég gæti þurft á því að halda að hann skoraði fyrir okkur," sagði Trapattoni.

"Hann var miður sín á liðsfundi þar sem hann baðst afsökunar. Ég sagði við strákana að þetta snérist um virðingu við allt liðið en ekki bara við mig. Málinu er lokið af minni hálfu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×