Poulter hélt vonum Evrópubúa á lífi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2012 23:59 Nordic Photos / Getty Images Bandaríkin er með fjóra vinninga í forskot á það evrópska fyrir lokakeppnisdaginn í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Hvort lið vann tvo vinninga í fjórleik í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að bandaríska liðið væri einfaldlega að stinga af en Evrópuliðið sótti tvo vinninga í síðustu tveimur viðureigununum eftir að staðan var orðin 10-4, Bandaríkjunum í vil. Fyrr í dag var keppt í fjórmenningi þar sem Bandaríkin hafði betur í þremur viðureignum en Evrópa í einni. Ian Poulter sá til þess að Evrópuliðið ætti enn séns á lokakeppnisdeginum á morgun en hann gerði sér lítið fyrir og setti niður fimm fugla á síðustu fimm holunum í síðustu viðureigninni í fjórleiknum. Poulter var í liði með Rory McIlroy og höfðu þeir betur gegn þeim Jason Dufner og Zach Johnson á lokaholunni, rétt eins og þeir Sergio Garcia og Luke Donald gegn Tiger Woods og Steve Stricker rétt á undan. Þetta var þriðja tap Woods í jafn mörgum viðureignum í þessari Ryder-keppni en þrátt fyrir sinn glæsilega feril hefur Woods oft átt erfitt uppdráttar í Ryder-bikarnum. Hefur hann tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið frá upphafi. Bandaríkin stendur mun betur að vígi fyrir viðureignir morgundagsins og verða að teljast mun sigurstranglegri, enda á heimavelli. Keppt verður í tvímenningi á morgun og verða viðureignirnar alls tólf. Bandaríkin þarf 4,5 vinninga til að tryggja sér sigurinn. Golf Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkin er með fjóra vinninga í forskot á það evrópska fyrir lokakeppnisdaginn í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Hvort lið vann tvo vinninga í fjórleik í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að bandaríska liðið væri einfaldlega að stinga af en Evrópuliðið sótti tvo vinninga í síðustu tveimur viðureigununum eftir að staðan var orðin 10-4, Bandaríkjunum í vil. Fyrr í dag var keppt í fjórmenningi þar sem Bandaríkin hafði betur í þremur viðureignum en Evrópa í einni. Ian Poulter sá til þess að Evrópuliðið ætti enn séns á lokakeppnisdeginum á morgun en hann gerði sér lítið fyrir og setti niður fimm fugla á síðustu fimm holunum í síðustu viðureigninni í fjórleiknum. Poulter var í liði með Rory McIlroy og höfðu þeir betur gegn þeim Jason Dufner og Zach Johnson á lokaholunni, rétt eins og þeir Sergio Garcia og Luke Donald gegn Tiger Woods og Steve Stricker rétt á undan. Þetta var þriðja tap Woods í jafn mörgum viðureignum í þessari Ryder-keppni en þrátt fyrir sinn glæsilega feril hefur Woods oft átt erfitt uppdráttar í Ryder-bikarnum. Hefur hann tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið frá upphafi. Bandaríkin stendur mun betur að vígi fyrir viðureignir morgundagsins og verða að teljast mun sigurstranglegri, enda á heimavelli. Keppt verður í tvímenningi á morgun og verða viðureignirnar alls tólf. Bandaríkin þarf 4,5 vinninga til að tryggja sér sigurinn.
Golf Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira