Innlent

Gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmálið fundust í sumar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur dæmir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Hæstiréttur dæmir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmálið fundust á Þjóðskjalasafni í júlí síðastliðnum. Gögnin tengjast rannsókn málsins og eru meðal annars frá lögreglu og úr sakadómi, segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshóps sem innanríkisráðherra fól að skoða málið.

Arndís segir að rannsókn málsins miði ágætlega. „En ég þori ekki að segja til um það hvort við þurfum að fara fram á meiri frest," segir hún, en fresturinn sem hópurinn hefur til að skila skýrslunni er til 1. nóvember næstkomandi.

Hópnum er ætlað að veita ráðherra upplýsingar um það hvort það sé tilefni til að hreyfa við Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og hvaða leiðir séu færar í því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×