Umfjöllun og viðtöl: Fram - Akureyri 23-28 Kristinn Páll Teitsson í Safamýrinni skrifar 27. september 2012 12:24 mynd/vilhelm Akureyringar unnu þægilegann 5 marka sigur á Fram í N1 deild karla í dag. Þeir náðu góðu forskoti strax um miðjan fyrri hálfleik og litu aldrei við eftir það. Fram sátu á botni N1 deildarinnar eftir 7 marka tap gegn Haukum í DB-Schenker höllinni á mánudaginn. Á sama tíma nældu Akureyringar sér í stig gegn FH á Akureyri,leiknum þar lauk 23-23 í opnunarleik mótsins. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins og var staðan 4-4 eftir 12 mínútur. Þá tók við góður kafli gestanna þar sem þeir voru manni færri næstu fjórar mínútur en náðu samt að byggja upp fimm marka forskot í stöðunni 4-9. Einar Jónsson, þjálfari Framara tók þá leikhlé og vakti sína menn til lífsins sem náðu að saxa muninn niður í 3 mörk í hálfleik, 11-14. Gestirnir komu svo mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum seinni hálfleiksins. Eftir það voru úrslitin aldrei spurning og þrátt fyrir ágætis áhlaup heimamanna þá náðu þeir aldrei að ógna forskoti gestanna af alvöru og lauk leiknum með öruggum 5 marka sigri. Bjarni Fritzsson var atkvæðamestur í liði Akureyringa með 11 mörk, þar af 4 úr víti. Í liði Framara voru Jón Arnar Jónsson og Jóhann Gunnar Einarsson markahæstir með fimm mörk hvor. Bjarni: Vorum harðákveðnir að mæta á fullu gasi„Þetta var frábært, við leiddum allan fyrri hálfleikinn og lítum bara ágætlega út. Við litum vel út bróðurpart leiksins í dag fyrir utan síðasta korterið," sagði Bjarni Fritzsson, annar þjálfara Akureyrar og leikmaður liðsins eftir leikinn. Akureyringar stungu Framara af á stuttum kafla í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera um tíma tveimur mönnum færri þegar á því stóð. „Það var auðvitað algjör snilld, fullt að gerast í vörninni og menn alveg á fullu í vörninni. Menn rosalega þéttir, það var alveg æðislegt." Bjarni var ánægður með viðbrögð sinna manna í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum alveg harðákveðnir á því að mæta á fullu gasi, við erum í mjög góðu standi líkamlega eins og sást og menn eiga ekkert að vera þreyttir. Við vorum ákveðnir að mæta agressívir í vörninni og keyra á þá á fullu." „Við erum með breiðann hóp og róterum vel, við treystum öllum sem eru á bekknum til að koma inná og skila góðu dagsstarfi." Akureyringar eru með þrjú stig eftir tvo leiki og virðast vera á góðri leið í upphafi móts. „Leikurinn á móti FH var ekkert sérstakur fannst mér. Mér fannst við spila vel í 45 mínútur hér í dag og það er fínt að vera kominn með þrjú stig eftir þessa leiki," sagði Bjarni. Daði: Mikið af einbeitingarskorti„Við misstum hausinn og vorum óskynsamir á tímabili, við gerðum sömu mistökin trekk í trekk og mikið um einbeitingarskort," sagði Daði Hafþórsson, aðstoðarþjálfari Fram eftir leikinn. Gestirnir keyrðu á Framara í seinni hálfleik og komust í 8 marka forskot fljótlega í seinni hálfleik. „Menn höfðu greinilega ekki karakter, vilja né þor til að koma inn í seinni hálfleik og taka á þessu. Við erum þremur undir í hálfleik og höfum alla burði til að gera þetta að leik en mætum hauslausir í seinni hálfleikinn og eftir það eigum við einfaldlega ekki möguleika," sagði Daði ómyrkur í máli. „Við skorum nokkur mörk og lögum aðeins stöðuna fyrir hálfleikinn en spiluðum ekki vel, við vorum bara mjög slakir." Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en eftir það tóku gestirnir við sér. „Staðan var 1-1 mjög lengi og við fengum fín færi en skotin vildu ekki inn. Menn höfðu kannski ekki sjálfstraustið til að klára færin sem við fengum en það hlýtur að detta einhvertímann," sagði Daði eftir leikinn. Oddur: Þvílík stemming í liðinu í dag„Þetta var gríðarlega sterkt, við ætluðum að gera betur en á mánudaginn þegar okkur fannst eitthvað stemmingsleysi í liðinu," sagði Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyrar eftir leikinn. „Þrátt fyrir að það var fullt hús á mánudaginn þá fannst okkur eitthvað vanta. Mér fannst okkur takast það fullkomnlega, það var þvílík stemming í liðinu og á bekknum og við skiluðum þremur stigum á erfiðum útivelli." Gestirnir náðu góðum kafla um miðjan fyrri hálfleikinn sem þeir héldu út leikinn. „Við spiluðum góða vörn, 3-2-1 vörnin var að smella betur en í seinasta leik. Hún skilar sér vel í hraðaupphlaupum fyrir mig og Bjarna og mér fannst bara allt virka vel í dag, markvarslan, vörnin og hraðaupphlaupin." „Þetta datt í smá rugl í lokin, þeir ná að koma þessu í fimm mörk og við missum Heimi útaf en við héldum áfram og náðum að klára þetta, mér fannst allir skila sínu hlutverki vel í dag," sagði Oddur. Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira
Akureyringar unnu þægilegann 5 marka sigur á Fram í N1 deild karla í dag. Þeir náðu góðu forskoti strax um miðjan fyrri hálfleik og litu aldrei við eftir það. Fram sátu á botni N1 deildarinnar eftir 7 marka tap gegn Haukum í DB-Schenker höllinni á mánudaginn. Á sama tíma nældu Akureyringar sér í stig gegn FH á Akureyri,leiknum þar lauk 23-23 í opnunarleik mótsins. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins og var staðan 4-4 eftir 12 mínútur. Þá tók við góður kafli gestanna þar sem þeir voru manni færri næstu fjórar mínútur en náðu samt að byggja upp fimm marka forskot í stöðunni 4-9. Einar Jónsson, þjálfari Framara tók þá leikhlé og vakti sína menn til lífsins sem náðu að saxa muninn niður í 3 mörk í hálfleik, 11-14. Gestirnir komu svo mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum seinni hálfleiksins. Eftir það voru úrslitin aldrei spurning og þrátt fyrir ágætis áhlaup heimamanna þá náðu þeir aldrei að ógna forskoti gestanna af alvöru og lauk leiknum með öruggum 5 marka sigri. Bjarni Fritzsson var atkvæðamestur í liði Akureyringa með 11 mörk, þar af 4 úr víti. Í liði Framara voru Jón Arnar Jónsson og Jóhann Gunnar Einarsson markahæstir með fimm mörk hvor. Bjarni: Vorum harðákveðnir að mæta á fullu gasi„Þetta var frábært, við leiddum allan fyrri hálfleikinn og lítum bara ágætlega út. Við litum vel út bróðurpart leiksins í dag fyrir utan síðasta korterið," sagði Bjarni Fritzsson, annar þjálfara Akureyrar og leikmaður liðsins eftir leikinn. Akureyringar stungu Framara af á stuttum kafla í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera um tíma tveimur mönnum færri þegar á því stóð. „Það var auðvitað algjör snilld, fullt að gerast í vörninni og menn alveg á fullu í vörninni. Menn rosalega þéttir, það var alveg æðislegt." Bjarni var ánægður með viðbrögð sinna manna í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum alveg harðákveðnir á því að mæta á fullu gasi, við erum í mjög góðu standi líkamlega eins og sást og menn eiga ekkert að vera þreyttir. Við vorum ákveðnir að mæta agressívir í vörninni og keyra á þá á fullu." „Við erum með breiðann hóp og róterum vel, við treystum öllum sem eru á bekknum til að koma inná og skila góðu dagsstarfi." Akureyringar eru með þrjú stig eftir tvo leiki og virðast vera á góðri leið í upphafi móts. „Leikurinn á móti FH var ekkert sérstakur fannst mér. Mér fannst við spila vel í 45 mínútur hér í dag og það er fínt að vera kominn með þrjú stig eftir þessa leiki," sagði Bjarni. Daði: Mikið af einbeitingarskorti„Við misstum hausinn og vorum óskynsamir á tímabili, við gerðum sömu mistökin trekk í trekk og mikið um einbeitingarskort," sagði Daði Hafþórsson, aðstoðarþjálfari Fram eftir leikinn. Gestirnir keyrðu á Framara í seinni hálfleik og komust í 8 marka forskot fljótlega í seinni hálfleik. „Menn höfðu greinilega ekki karakter, vilja né þor til að koma inn í seinni hálfleik og taka á þessu. Við erum þremur undir í hálfleik og höfum alla burði til að gera þetta að leik en mætum hauslausir í seinni hálfleikinn og eftir það eigum við einfaldlega ekki möguleika," sagði Daði ómyrkur í máli. „Við skorum nokkur mörk og lögum aðeins stöðuna fyrir hálfleikinn en spiluðum ekki vel, við vorum bara mjög slakir." Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en eftir það tóku gestirnir við sér. „Staðan var 1-1 mjög lengi og við fengum fín færi en skotin vildu ekki inn. Menn höfðu kannski ekki sjálfstraustið til að klára færin sem við fengum en það hlýtur að detta einhvertímann," sagði Daði eftir leikinn. Oddur: Þvílík stemming í liðinu í dag„Þetta var gríðarlega sterkt, við ætluðum að gera betur en á mánudaginn þegar okkur fannst eitthvað stemmingsleysi í liðinu," sagði Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyrar eftir leikinn. „Þrátt fyrir að það var fullt hús á mánudaginn þá fannst okkur eitthvað vanta. Mér fannst okkur takast það fullkomnlega, það var þvílík stemming í liðinu og á bekknum og við skiluðum þremur stigum á erfiðum útivelli." Gestirnir náðu góðum kafla um miðjan fyrri hálfleikinn sem þeir héldu út leikinn. „Við spiluðum góða vörn, 3-2-1 vörnin var að smella betur en í seinasta leik. Hún skilar sér vel í hraðaupphlaupum fyrir mig og Bjarna og mér fannst bara allt virka vel í dag, markvarslan, vörnin og hraðaupphlaupin." „Þetta datt í smá rugl í lokin, þeir ná að koma þessu í fimm mörk og við missum Heimi útaf en við héldum áfram og náðum að klára þetta, mér fannst allir skila sínu hlutverki vel í dag," sagði Oddur.
Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira