„Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 13:47 Joey Barton hefur stofnað hlaðvarp á meðan hann leitar nýs þjálfarastarfs. Hann stýrði Fleetwood Town frá 2018 til 2021 og tók sama ár við Bristol Rovers en hefur verið án starfs frá því að honum var sagt upp á þeim bænum 2023. Vísir/Getty Liverpool átti afskaplega gott haust undir stjórn nýs stjóra, Hollendingsins Arne Slot, og sat á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem og Meistaradeildar Evrópu um áramót. Mikið þarf að gerast til að Púllarar kasti frá sér toppsæti deildarinnar, samkvæmt fyrrum knattspyrnumanninum Joey Barton. Liverpool er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir jafntefli við Manchester United síðustu helgi, en liðið á auk þess leik inni við Everton, eftir frestun á leik liðanna í vetur. Liðið hefur verið afar sannfærandi í haust og unnið 23 af 30 leikjum liðsins í öllum keppnum. Í fyrsta sinn á leiktíðinni mistókst Púllurum að vinna tvo leiki í röð í vikunni, með jafnteflinu við United og tapi fyrir Tottenham Hotspur í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool’s contract troubles! @Joey7Barton pic.twitter.com/6H69sKgEvr— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) January 8, 2025 Um var að ræða aðeins annað tap liðsins á tímabilinu, en hitt var gegn Nottingham Forest á Anfield í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Einhverjir óttast að mögulegar brotalamir séu farnar að sýna sig en fyrrum knattspyrnumaðurinn og -þjálfarinn Joey Barton, sem er frá Liverpool-borg, segir að aðeins eitt geti komið í veg fyrir það að Liverpool haldi toppsætinu til loka tímabilsins og fagni Englandsmeistaratitlinum. „Það eina sem getur orðið til þess að Liverpool kasti frá sér titlinum á þessari leiktíð er ef þessi samninga vitleysa heldur áfram. Eina leiðin fyrir þetta lið að klúðra titilbaráttunni er með því að gera sjálfum sér það,“ segir Barton í hlaðvarpi sínu, Common Sense with Joey Barton. Van Dijk sá eini sem er faglegur Barton vísar þarna til samningamála Egyptans Mohamed Salah, Hollendingsins Virgil van Dijk og enska bakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Samningar allra þriggja renna út í lok tímabils og hafa mál þeirra verið áberandi í umræðunni. Þá sérlega Salah og Alexander-Arnold. Sá fyrrnefndi hefur ítrekað tjáð sig um hægagang mála hjá stjórnendum félagsins og að þeir bjóði honum ekki nóg en Alexander-Arnold virðist hallur undir það að fara til Real Madrid á Spáni, sem lagði fram tilboð fyrr í þessum mánuði. „Mér sýnist Salah vilja nýjan samning, en gerir það með því að spila ákveðinn póker við Liverpool og sækist eftir sérlega háum samningi,“ segir Barton. „Virgil van Dijk hefur háttað sínum málum fagmannlega, eins og fyrirliðinn sem hann er, líkt og alvörugefinn einstaklingur sem vill vera táknmynd félagsins. Hann hagar þessu á réttan hátt,“ „Trent virðist fá mismunandi skilaboð frá þeim sem eru í kringum hann. Þegar ég heyri hann tala um að vilja vinna Gullboltann hugsa ég að einhver þurfi að segja honum að slaka á. Einhver þarf að segja við hann: Þú hefur unnið einn deildartitil og eina Meistaradeild og varst þriðji kostur í hægri bakvörðinn hjá enska landsliðinu á toppi ferilsins,“ segir Barton. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira
Liverpool er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir jafntefli við Manchester United síðustu helgi, en liðið á auk þess leik inni við Everton, eftir frestun á leik liðanna í vetur. Liðið hefur verið afar sannfærandi í haust og unnið 23 af 30 leikjum liðsins í öllum keppnum. Í fyrsta sinn á leiktíðinni mistókst Púllurum að vinna tvo leiki í röð í vikunni, með jafnteflinu við United og tapi fyrir Tottenham Hotspur í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool’s contract troubles! @Joey7Barton pic.twitter.com/6H69sKgEvr— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) January 8, 2025 Um var að ræða aðeins annað tap liðsins á tímabilinu, en hitt var gegn Nottingham Forest á Anfield í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Einhverjir óttast að mögulegar brotalamir séu farnar að sýna sig en fyrrum knattspyrnumaðurinn og -þjálfarinn Joey Barton, sem er frá Liverpool-borg, segir að aðeins eitt geti komið í veg fyrir það að Liverpool haldi toppsætinu til loka tímabilsins og fagni Englandsmeistaratitlinum. „Það eina sem getur orðið til þess að Liverpool kasti frá sér titlinum á þessari leiktíð er ef þessi samninga vitleysa heldur áfram. Eina leiðin fyrir þetta lið að klúðra titilbaráttunni er með því að gera sjálfum sér það,“ segir Barton í hlaðvarpi sínu, Common Sense with Joey Barton. Van Dijk sá eini sem er faglegur Barton vísar þarna til samningamála Egyptans Mohamed Salah, Hollendingsins Virgil van Dijk og enska bakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Samningar allra þriggja renna út í lok tímabils og hafa mál þeirra verið áberandi í umræðunni. Þá sérlega Salah og Alexander-Arnold. Sá fyrrnefndi hefur ítrekað tjáð sig um hægagang mála hjá stjórnendum félagsins og að þeir bjóði honum ekki nóg en Alexander-Arnold virðist hallur undir það að fara til Real Madrid á Spáni, sem lagði fram tilboð fyrr í þessum mánuði. „Mér sýnist Salah vilja nýjan samning, en gerir það með því að spila ákveðinn póker við Liverpool og sækist eftir sérlega háum samningi,“ segir Barton. „Virgil van Dijk hefur háttað sínum málum fagmannlega, eins og fyrirliðinn sem hann er, líkt og alvörugefinn einstaklingur sem vill vera táknmynd félagsins. Hann hagar þessu á réttan hátt,“ „Trent virðist fá mismunandi skilaboð frá þeim sem eru í kringum hann. Þegar ég heyri hann tala um að vilja vinna Gullboltann hugsa ég að einhver þurfi að segja honum að slaka á. Einhver þarf að segja við hann: Þú hefur unnið einn deildartitil og eina Meistaradeild og varst þriðji kostur í hægri bakvörðinn hjá enska landsliðinu á toppi ferilsins,“ segir Barton.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira