Formúla 1

Vettel sigurvegari í Singapúr en Hamilton í vandræðum

Birgir Þór Harðarson skrifar
Vettel vann kappaksturinn í næturkeppninni í Singapúr og er í góðri stöðu gagnvart Alonso í titilbaráttunni.
Vettel vann kappaksturinn í næturkeppninni í Singapúr og er í góðri stöðu gagnvart Alonso í titilbaráttunni. nordicphotos/afp
Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl vann Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr í dag. Kappaksturinn var gríðarleg vonbrigði fyrir Lewis Hamilton á McLaren-bíl en lenti í vandræðum með gírkassann og þurfti að draga sig í hlé.

Hamilton hafði leitt kappaksturinn af ráspól en þegar kappaksturinn var tæplega hálfnaður fór gírkassinn í mask. Hamilton er því fallinn í fjórða sætið í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Fyrir mótið var hann í öðru sæti á eftir Fernando Alonso.

Jenson Button, liðsfélgi Hamilton hjá McLaren, kláraði móti í öðru sæti á undan Alonso á Ferrari. Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado varð að hætta keppni þegar bilun kom upp í bílnum um miðbik keppninnar. Hann var í góðri stöðu þegar það gerðist og hefði jafnvel átt möguleika á verðlaunasæti.

Paul di Resta hjá Force India lauk mótinu í fjórða sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes-bíl. Lotus-ökuþórarnir tvær, Kimi Raikkönen og Romain Grosjean, luku mótinu í sjötta og sjöunda sæti og sóttu mikilvæg stig fyrir liðið.

Felipe Massa á Ferrari ók vel og kláraði í áttunda sæti eftir að hafa barist við Daniel Ricciardo á Torro Rosso og Mark Webber á Red Bull. Sá síðastnefndi sótti síðasta stigið sem í boði var.

Michael Schumacher var í vandræðum í Mercedes-bílnum og ók klaufalega aftan á Torro Rosso-bíl Jean-Eric Vergne með þeim afleiðingum að báðir þurftu að ljúka keppni.Jenson Button var nærri búinn að eyðileggja kappaksturinn fyrir sig og Vettel en rétt náði að afstýra slysi um miðbik keppninnar.

Fernando Alonso er enn efstur í stigakeppni ökumanna með 194 stig. Sebastian Vettel hefur skellt sér í annað sætið og er með 165 stig, 29 stigum á eftir Alonso. Kimi Raikkönen er enn þriðji, nú með 149 stig. Lewis Hamilton er fallinn í fjórða sæti með 142 stig.

Í hverju móti eru að hámarki 25 stig í boði. Aðeins sex mót eru eftir af tímabilinu og að hámarki 150 stig. Tímabilið er því ekki nærri því búið.

Næst verður keppt á Suzuka í Japan þar sem Jenson Button hafði gríðarlega yfirburði í fyrra. Kappaksturinn fer fram 7. október.

Úrslit keppninnar í Singapúr
ÖkuþórBíll / VélHringir
1Sebastian VettelRed Bull/Renault59
2Jenson ButtonMcLaren/Mercedes59
3Fernando AlonsoFerrari59
4Paul Di RestaForce India/Mercedes59
5Nico RosbergMercedes59
6Kimi RäikkönenLotus/Renault59
7Romain GrosjeanLotus/Renault59
8Felipe MassaFerrari59
9Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari59
10Mark WebberRed Bull/Renault59
11Sergio PérezSauber/Ferrari59
12Timo GlockMarussia/Cosworth59
13Kamui KobayashiSauber/Ferrari59
14Nico HülkenbergForce India/Mercedes59
15H.KovalainenCaterham/Renault59
16Charles PicMarussia/Cosworth59
17Pedro de la RosaHRT/Cosworth58
18Bruno SennaWilliams/Renault57
19Vitaly PetrovCaterham/Renault57
7M.SchumacherMercedes38
17Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari38
18Pastor MaldonadoWilliams/Renault36
23N.KarthikeyanHRT/Cosworth30
4Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes22
Titilbarátta ökumanna


ÖkumaðurStig
1Fernando Alonso194
2Sebastian Vettel165
3Kimi Räikkönen149
4Lewis Hamilton142
5Mark Webber133
6Jenson Button119
7Nico Rosberg93
8Romain Grosjean82
9Sergio Pérez65
10Felipe Massa51
11Paul Di Resta44
12M.Schumacher43
13Kamui Kobayashi35
14Nico Hülkenberg31
15Pastor Maldonado29
16Bruno Senna25
17Jean-Eric Vergne8
18Daniel Ricciardo6
19Timo Glock0
20H.Kovalainen0
21Vitaly Petrov0
22J.D'Ambrosio0
23Charles Pic0
24N.Karthikeyan0
25Pedro de la Rosa0
Titilbarátta bílasmiða


LiðStig
1Red Bull/Renault298
2McLaren/Mercedes261
3Ferrari245
4Lotus/Renault231
5Mercedes136
6Sauber/Ferrari100
7Force India/Mercedes75
8Williams/Renault54
9Toro Rosso/Ferrari14
10Marussia/Cosworth0
11Caterham/Renault0
12HRT/Cosworth0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×