Enski boltinn

Gerrard pressar á Suarez að taka í höndina á Evra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez og Steven Gerrard.
Luis Suarez og Steven Gerrard. Mynd/AFP
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, vill að Luis Suarez taki í höndina á Patrice Evra fyrir stórleik Liverpool og Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Sport 2 HD en á undan leiknum er hálftíma upphitunarþáttur með Guðmundi Benediktssyni.

Suarez var dæmdur í átta leikja bann á síðustu leiktíð fyrir kynþáttafordóma gagnvart Evra og Úrúgvæmaðurinn neitaði síðan að taka í höndina á Evra þegar þeir mættust síðast.

Leikurinn í dag verður tilfinningaríkur fyrir alla í Liverpool eftir að niðurstaða rannsóknarnefndar um Hillsborough-slysið varð gerð opinber á dögunum og þar kom í ljós að þeir 96 stuðningsmenn Liverpool sem létust fyrir 23 árum voru hafðir fyrir rangri sök.

Gerrard vonast til þess að Luis Suarez og Patrice Evra sýni gott fordæmi fyrir leikinn og það að menn geti komst yfir deilumál sín, skilið þau eftir í fortíðinni og haldið áfram.

„Þessir tveir leikmenn eru lykilinn af því hvernig málin þróast. Handarbandið er í byrjun leiksins og það er í þeirra ábyrgð að sjá til þess að leikurinn hefjist á góðu nótunum," sagði Steven Gerrard í viðtalið við The Observer.

„Ég ætla að tala við Suarez og mitt ráð til hans verður að taka í höndina á Evra og halda áfram. Suarez mun samt taka þessa ákvörðun sjálfur en ég trúi ekki öðru en að hann vilji halda áfram," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×