Perez rólegur þrátt fyrir mikið lof Birgir Þór Harðarson skrifar 20. september 2012 18:00 Perez hefur staðið sig frábærlega í mótum ársins. nordicphotos/afp Sergio Perez, ökumaður Sauber-liðsins í Formúlu 1, er rólegur yfir framtíðinni og einbeitir sér að singapúrska kappakstrinum um helgina. Perez hefur veirð orðaður við Ferrari og McLaren síðan hann ók síðast. Árangur Perez í ítalska kappakstrinum fyrir tveimur vikum þar sem hann náði öðru sæti hefur ýft umræður um framtíð mexíkóska drengsins enn á ný en hann varð einnig annar í Malasíu í vor. Talið er að hann eigi möguleika á keppnissæti hjá Ferrari eða McLaren opnist slíkt sæti í vetur en Felipe Massa er að öllum líkindum á förum frá Ferrari og Lewis Hamilton á í samningaviðræðum við McLaren. Hamilton hefur einnig verið orðaður við sæti Schumachers hjá Mercedes. Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóri Ferrari, hefur raunar sagt að Perez búi ekki yfir nægri reynslu til að geta ekið fyrir Ferrari. McLaren yrði þá hans besti kostur ef Hamilton færi. Perez er samt ekkert að æsa sig. "Þegar maður á slæm mót fara engar sögur af stað," segir hann. "Áður var það Ferrari, nú er það McLaren. Alltaf þegar ég á gott mót er ég settur í nýtt lið. Mikilvægast fyrir mig er að hámarka möguleika mína í næstu mótum í Sauber-bílnum." Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sergio Perez, ökumaður Sauber-liðsins í Formúlu 1, er rólegur yfir framtíðinni og einbeitir sér að singapúrska kappakstrinum um helgina. Perez hefur veirð orðaður við Ferrari og McLaren síðan hann ók síðast. Árangur Perez í ítalska kappakstrinum fyrir tveimur vikum þar sem hann náði öðru sæti hefur ýft umræður um framtíð mexíkóska drengsins enn á ný en hann varð einnig annar í Malasíu í vor. Talið er að hann eigi möguleika á keppnissæti hjá Ferrari eða McLaren opnist slíkt sæti í vetur en Felipe Massa er að öllum líkindum á förum frá Ferrari og Lewis Hamilton á í samningaviðræðum við McLaren. Hamilton hefur einnig verið orðaður við sæti Schumachers hjá Mercedes. Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóri Ferrari, hefur raunar sagt að Perez búi ekki yfir nægri reynslu til að geta ekið fyrir Ferrari. McLaren yrði þá hans besti kostur ef Hamilton færi. Perez er samt ekkert að æsa sig. "Þegar maður á slæm mót fara engar sögur af stað," segir hann. "Áður var það Ferrari, nú er það McLaren. Alltaf þegar ég á gott mót er ég settur í nýtt lið. Mikilvægast fyrir mig er að hámarka möguleika mína í næstu mótum í Sauber-bílnum."
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira