Menning

Upplestrarkvöld á Álafossi í Mosfellsbæ

Gerður Kristný er meðal þeirra sem koma fram á menningarkvöldi á kaffihúsinu Álafossi í Kvosinni í Mosfellsbæ annað kvöld klukkan átta. Auk hennar lesa þau Guðrún Erna Högnadóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir og Siggi Gúst úr verkum sínum en þau eru upprennandi skáld og meðlimir Blekfjelagsins, Félags framhaldsnema í ritlist við Háskóla Íslands.

Dagskrá upplestrarkvöldsins hefst klukkan átta, þá lesa tveir höfundar upp, svo er flutt tónlistaratriði og þá taka hinir tveir höfundarnir við. Hallvarður Ásgeirsson sér um tónlistarflutninginn að þessu sinni.

Menningarkvöldið er haldið í samstarfi Álafoss og Blekfjelagsins. Þetta verður í annað sinn í haust sem það fer fram en stefnt er að því að halda slík kvöld annan miðvikudag hvers mánaðar fram til jóla og munu reyndir rithöfundar og nýskáld stíga á svið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.