NFL: Colts-liðið vann dramatískan sigur fyrir veikan þjálfara sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2012 17:45 Reggie Wayne. Mynd/Nordic Photos/Getty Indianapolis Colts kom öllum á óvart með dramatískum sigri á Green Bay Packers í ameríska fótboltanum í gær. Atlanta Falcons liðið hélt sigurgöngu sinni áfram og Drew Brees bætti 52 ára met Johnny Unitas í flestum leikjum í röð með snertimarkssendingu. Indianapolis Colts var án þjálfara síns Chuck Pagano sem greindist með hvítblæði á dögunum og lenti einnig 3-21 undir í leiknum á móti Green Bay Packers. Nýliðinn Andrew Luck leiddi hinsvegar sitt lið aftur inn í leikinn og útherjinn Reggie Wayne, mikill vinur Chuck Pagano til margra ára, átti stórleik og skoraði meðal annars sigur-snertimarkið. Leikmenn Colts-liðsins tileinkuðu sigurinn veikum þjálfara sínum og dramatíkin var mikil í Indianapolis í gær. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, bætti 52 ára met Johnny Unitas þegar hann náði að senda snertimarkssendingu í 48. leiknum í röð. Brees náði metinu með því að senda á Devery Henderson en auk þess sendi hann þrjár aðrar snertimarkssendinga í leiknum sem Saints-liðið vann 31-24. Atlanta Falcons vann útisigur á Washington Redskins og er enn ósigrað í deildinni. Houston Texans hefur einnig unnið alla leiki sína en spilar fimmta leikinn sinn á móti New York Jets í nótt í lokaleik fimmtu umferðarinnar. Baltimore Ravens, Minnesota Vikings, Chicago Bears og San Francisco 49ers unnu öll leiki sína í gær og hafa þar með unnið 4 af fyrstu 5 leikjum sínum á tímabilinu. San Francisco 49ers hefur unnið tvo síðustu leiki sína með 34 (34-0 á móti New York Jets) og 42 stiga mun (45-3 á móti Buffalo Bills).Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Washington Redskins - Atlanta Falcons 17-24 Pittsburgh Steelers - Philadelphia Eagles 16-14 Indianapolis Colts - Green Bay Packers 30-27 New York Giants - Cleveland Browns 41-27 Cincinnati Bengals - Miami Dolphins 13-17 Kansas City Chiefs - Baltimore Ravens 6-9 Carolina Panthers - Seattle Seahawks 12-16 Jacksonville Jaguars - Chicago Bears 3-41 Minnesota Vikings - Tennessee Titans 30-7 New England Patriots - Denver Broncos 31-21 San Francisco 49Ers - Buffalo Bills 45-3 New Orleans Saints - San Diego Chargers 31-24 NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Indianapolis Colts kom öllum á óvart með dramatískum sigri á Green Bay Packers í ameríska fótboltanum í gær. Atlanta Falcons liðið hélt sigurgöngu sinni áfram og Drew Brees bætti 52 ára met Johnny Unitas í flestum leikjum í röð með snertimarkssendingu. Indianapolis Colts var án þjálfara síns Chuck Pagano sem greindist með hvítblæði á dögunum og lenti einnig 3-21 undir í leiknum á móti Green Bay Packers. Nýliðinn Andrew Luck leiddi hinsvegar sitt lið aftur inn í leikinn og útherjinn Reggie Wayne, mikill vinur Chuck Pagano til margra ára, átti stórleik og skoraði meðal annars sigur-snertimarkið. Leikmenn Colts-liðsins tileinkuðu sigurinn veikum þjálfara sínum og dramatíkin var mikil í Indianapolis í gær. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, bætti 52 ára met Johnny Unitas þegar hann náði að senda snertimarkssendingu í 48. leiknum í röð. Brees náði metinu með því að senda á Devery Henderson en auk þess sendi hann þrjár aðrar snertimarkssendinga í leiknum sem Saints-liðið vann 31-24. Atlanta Falcons vann útisigur á Washington Redskins og er enn ósigrað í deildinni. Houston Texans hefur einnig unnið alla leiki sína en spilar fimmta leikinn sinn á móti New York Jets í nótt í lokaleik fimmtu umferðarinnar. Baltimore Ravens, Minnesota Vikings, Chicago Bears og San Francisco 49ers unnu öll leiki sína í gær og hafa þar með unnið 4 af fyrstu 5 leikjum sínum á tímabilinu. San Francisco 49ers hefur unnið tvo síðustu leiki sína með 34 (34-0 á móti New York Jets) og 42 stiga mun (45-3 á móti Buffalo Bills).Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Washington Redskins - Atlanta Falcons 17-24 Pittsburgh Steelers - Philadelphia Eagles 16-14 Indianapolis Colts - Green Bay Packers 30-27 New York Giants - Cleveland Browns 41-27 Cincinnati Bengals - Miami Dolphins 13-17 Kansas City Chiefs - Baltimore Ravens 6-9 Carolina Panthers - Seattle Seahawks 12-16 Jacksonville Jaguars - Chicago Bears 3-41 Minnesota Vikings - Tennessee Titans 30-7 New England Patriots - Denver Broncos 31-21 San Francisco 49Ers - Buffalo Bills 45-3 New Orleans Saints - San Diego Chargers 31-24
NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira