Formúla 1

Vettel vann japanska kappaksturinn en Alonso féll úr leik

Birgir Þór Harðarson skrifar
Vettel leiddi kappaksturinn af ráslínunni. Kobayashi brást ekki löndum sínum á heimavelli og lauk mótinu í þriðja sæti.
Vettel leiddi kappaksturinn af ráslínunni. Kobayashi brást ekki löndum sínum á heimavelli og lauk mótinu í þriðja sæti. Nordicphotos/Afp
Sebastian Vettel stýrði Red Bull-bíl sínum örugglega í mark í japanska kappakstrinum á Suzuka-brautinni. Vettel ræsti af ráspól og var í forystu allan tímann. Vettel er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fernando Alonso í heimsmeistarakeppni ökuþóra.

Alonso féll úr leik í fyrstu beygju eftir samstuð við Lotus-bíl Kimi Raikkönen. Það var því ljóst frá byrjun að kappaksturinn myndi breyta stöðunni í heimsmeistarakeppninni mikið.

Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, lauk mótinu í öðru sæti eftir að hafa ekið frábærlega. Miðað við árangur Massa er aldrei að vita hversu vel Alonso hefði gengið að verja sjálfan sig í titilbaráttunni. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn í nærri tvö ár sem Massa stendur á verðlaunapalli.

Heimamaðurinn Kamui Kobayashi stal hins vegar senunni og lauk mótinu í síðasta verðlaunasætinu. Það ætlaði allt um koll að keyra í Japan þegar Kobayashi steig upp úr bílnum svo ánægðir voru Japanir með árangur síns manns.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1990 sem Japani stendur á verðlaunapalli í japanska kappakstrinum. Það var Aguri Suzuki gerði það síðast.

Verðlaunasætið var ekki auðvelt fyrir Kobayashi að verja því Jenson Button á McLaren-bíl gerði harða atlögu á síðustu hringjunum. Button varð þó að láta sér fjórða sætið nægja. Hinn McLaren-ökuþórinn, Lewis Hamilton, varð fimmti eftir að hafa verið í vandræðum með uppstillingu bílsins.

Þrátt fyrir samstuðið við Alonso fyrir fyrstu beygju skilað Kimi Raikkönen Lotus-bíl sínum heim í sjötta sæti á undan Nico Hulkenberg á Force India og Pastor Maldonado á Williams.

Mark Webber ók frábærlega til að tryggja sér næst síðasta stigasætið. Hann féll niður í síðasta sætið eftir fyrstu beygju því Romain Grosjean var enn og aftur í ruglinu í ræsingunni og ók á Webber. Grosjean fékk þyngstu refsingu sem í boði er: 10 sekúnta refsingu á viðgerðarsvæðinu.

Toro Rosso-ökumaðurinn Daniel Ricciardo frá Ástralíu varð tíundi og hlaut eitt stig fyrir. Michael Schumacher reyndi þó að hrifsa sætið af Ricciardo undir lokin en náði ekki.

Fernando Alonso á nú mjög erfitt verkefni fyrir höndum enda er ljóst að Ferrari-bíllinn er ekki sá besti á ráslínunni, sannarlega ekki jafn góður og Red Bull-bíll Vettels.

Næsti kappakstur fer fram í Kóreu eftir viku. Yeongam brautin á að henta Ferrari bílnum nokkuð vel og það verður forvitnilegt að sjá hvernig ítalska liðið bregst við.

Úrslit mótsins
NRÖkumaðurLið / vélHringirTímiBil
1Sebastian VettelRed Bull/Renault531:28'56.242

2Felipe MassaFerrari53



3Kamui KobayashiSauber/Ferrari53



4Jenson ButtonMcLaren/Mercedes53



5Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes53



6Kimi RäikkönenLotus/Renault53



7Nico HülkenbergForce India/Mercedes53



8Pastor MaldonadoWilliams/Renault53



9Mark WebberRed Bull/Renault53



10Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari53



11M.SchumacherMercedes53



12Paul Di RestaForce India/Mercedes53



13Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari53



14Bruno SennaWilliams/Renault53



15H.KovalainenCaterham/Renault52

1 hringur
16Timo GlockMarussia/Cosworth52

1 hringur
17Vitaly PetrovCaterham/Renault52

1 hringur
18Pedro de la RosaHRT/Cosworth52

1 hringur
19Romain GrosjeanLotus/Renault51

Lauk ekki


Charles PicMarussia/Cosworth37Hætti



N.KarthikeyanHRT/Cosworth32Hætti



Sergio PérezSauber/Ferrari18Snarsnérist



Fernando AlonsoFerrari0Árekstur



Nico RosbergMercedes0Árekstur

Staðan i heimsmeistarakeppni ökuþóra

NRÖkumaðurStig
1Fernando Alonso194
2Sebastian Vettel190
3Kimi Räikkönen157
4Lewis Hamilton152
5Mark Webber134
6Jenson Button131
7Nico Rosberg93
8Romain Grosjean82
9Felipe Massa69
10Sergio Pérez66
11Kamui Kobayashi50
12Paul Di Resta44
13M.Schumacher43
14Nico Hülkenberg37
15Pastor Maldonado33
16Bruno Senna25
17Jean-Eric Vergne8
18Daniel Ricciardo7
19Timo Glock0
20H.Kovalainen0
21Vitaly Petrov0
22J.D'Ambrosio0
23Charles Pic0
24N.Karthikeyan0
25Pedro de la Rosa0
Staðan í heimsmeistarakeppni bílasmiða
NRÖkumaðurStig
1Red Bull/Renault324
2McLaren/Mercedes283
3Ferrari263
4Lotus/Renault239
5Mercedes136
6Sauber/Ferrari116
7Force India/Mercedes81
8Williams/Renault58
9Toro Rosso/Ferrari15
10Marussia/Cosworth0
11Caterham/Renault0
12HRT/Cosworth0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×