Kári: Íslensk heilbrigðisþjónusta verri en í nágrannaríkjunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. október 2012 18:12 Kári Stefánsson. Íslensk heilbrigðisþjónusta er langtum verri en í nágrannaríkjum okkar, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ef þú horfir á íslenskt heilbrigðiskerfi þá óx það að gæðum hægt og þétt í tvo, þrjá áratugi framundir 1995 þegar fór að flæða undan heilbrigðiskerfinu. Svo tók steininn úr 2003 þegar Alþingi, af sinni vel þekktu visku, ákvað þegar fjáraukalög voru samþykkt að fylla ekki eins milljarða króna gat sem var í budgeti Landspítalans," sagði Kári í samtali við Reykjavík síðdegis. Síðan hafi verið farið út í það að skera niður á Landspítalanum, fækka störfum og svo framvegis. „Ég held að það sé rétt að í næstum 20 ár höfum við ekkert gert til þess að bæta tækjakost Landspítalans, sem er eini stóri spítalinn á Íslandi. Fyrir vikið er sú heilbrigðisþjónusta sem við getum boði upp á í dag býsna slök miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Kári. „Við erum ekki með línuhraðal sem er nauðsynlegur til að geta raunverulega sinnt krabbameinssjúklingum, við erum ekki með robota sem menn nota um allan heim við uppskurði, okkur vantar betri segulómtæki, okkar vantar tæki til að gera functional segulómun," segir Kári. Það vanti líka lítil tæki eins og pumpur til að dæla vökva í æð. „Og mér finnst það með ólíkindum í þessu samfélagi okkar hvað við höfum sætt okkur sem þjóð við að búa við bág kjör þegar kemur að heilbrigðisþjónustu," segir Kári. Hann segir ekki hægt að kenna einni einstakri ríkisstjórn um þessa þróun. Ríkisstjórnin núna hafi lítið gert annað en að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Ríkisstjórnir sem á undan komu hafi ekki aukið fé til heilbrigðisþjónustunnar á tímum sem það var hægt. Kári telur að það kosti 10 milljarða að koma tækjakosti Landspítalans í betra horf. Það sé ekki nema um það bil sama upphæð og menn ætli að setja í Vaðlaheiðargöng. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Íslensk heilbrigðisþjónusta er langtum verri en í nágrannaríkjum okkar, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Ef þú horfir á íslenskt heilbrigðiskerfi þá óx það að gæðum hægt og þétt í tvo, þrjá áratugi framundir 1995 þegar fór að flæða undan heilbrigðiskerfinu. Svo tók steininn úr 2003 þegar Alþingi, af sinni vel þekktu visku, ákvað þegar fjáraukalög voru samþykkt að fylla ekki eins milljarða króna gat sem var í budgeti Landspítalans," sagði Kári í samtali við Reykjavík síðdegis. Síðan hafi verið farið út í það að skera niður á Landspítalanum, fækka störfum og svo framvegis. „Ég held að það sé rétt að í næstum 20 ár höfum við ekkert gert til þess að bæta tækjakost Landspítalans, sem er eini stóri spítalinn á Íslandi. Fyrir vikið er sú heilbrigðisþjónusta sem við getum boði upp á í dag býsna slök miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Kári. „Við erum ekki með línuhraðal sem er nauðsynlegur til að geta raunverulega sinnt krabbameinssjúklingum, við erum ekki með robota sem menn nota um allan heim við uppskurði, okkur vantar betri segulómtæki, okkar vantar tæki til að gera functional segulómun," segir Kári. Það vanti líka lítil tæki eins og pumpur til að dæla vökva í æð. „Og mér finnst það með ólíkindum í þessu samfélagi okkar hvað við höfum sætt okkur sem þjóð við að búa við bág kjör þegar kemur að heilbrigðisþjónustu," segir Kári. Hann segir ekki hægt að kenna einni einstakri ríkisstjórn um þessa þróun. Ríkisstjórnin núna hafi lítið gert annað en að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Ríkisstjórnir sem á undan komu hafi ekki aukið fé til heilbrigðisþjónustunnar á tímum sem það var hægt. Kári telur að það kosti 10 milljarða að koma tækjakosti Landspítalans í betra horf. Það sé ekki nema um það bil sama upphæð og menn ætli að setja í Vaðlaheiðargöng.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira