Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. nóvember 2024 15:30 Einar kannast ekki við að það eigi að gera brjóstmynd af honum líkt og er af sumum öðrum borgarstjórum í Ráðhúsinu. Vísir/Vilhelm/Anton Brink Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir það aldrei hafa komið til tals og hvað þá til framkvæmdar að láta gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum sér til að skreyta Ráðhús Reykjavíkur. Þessu greinir hann frá í færslu á Facebook-síðu sinni. Einar sá sig knúinn til að tjá sig um orðróm varðandi afsteypu eftir umræðu Ólafar Skaftadóttur og Kristínar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Komið gott sem þær halda úti. Þar ræddu þær fjölmörg skilaboð sem þeim hafði borist þess efnis að Einar hygðist reisa brjóstmynd af sjálfum sér í ráðhúsinu. „Endurgjöf um afsteypu. Nú rignir yfir mig fyrirspurnum vegna fullyrðinga fréttastofu „Komið gott“ um að ég hafi látið gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum mér í Ráðhúsi Reykjavíkur – og það á kostnað skattgreiðenda. Í stuttu máli þá hefur það aldrei komið til tals hvað þá til framkvæmdar. Síðasta styttan var gerð á tímum Davíðs Oddssonar en síðan var sú hefð aflögð,“ segir Einar í færslu sinni. Skjáskot af færslu Einar.skjáskot Einar tekur fram í færslunni að hann sé dyggur hlustandi Komið gott og hrósar bæði Ólöfu og Kristínu fyrir kímni sína og hnyttni. Hann taki öllu sem þær segi með fyrirvara en tekur fram að rétt sé að „afsteypa þessa vitleysu“ fyrst að hann er búinn að fá spurningar um þetta mál héðan og þaðan. „Kæru vinkonur. Fyrst ég er með ykkur taggaðar hérna í þessum status þá vil ég nefna að ég heyrði af áhyggjum ykkar yfir lýsingunni í Hljómskálagarðinum. Ég læt laga það. Hvet ykkur svo til að kíkja á Jólaþorpið á Austurvelli um helgina, það verður æðislega fínt. Svo væri mjög gaman að bjóða ykkur í heimsókn í Ráðhúsið til þess að skoða bronsstyttur fyrri tíma.“ Ólöf Skaftadóttir, ein þáttastjórnenda Komið gott, birti þessa skoplegu ljósmynd sem athugasemd við færslu Einars.Skjáskot Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Þessu greinir hann frá í færslu á Facebook-síðu sinni. Einar sá sig knúinn til að tjá sig um orðróm varðandi afsteypu eftir umræðu Ólafar Skaftadóttur og Kristínar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Komið gott sem þær halda úti. Þar ræddu þær fjölmörg skilaboð sem þeim hafði borist þess efnis að Einar hygðist reisa brjóstmynd af sjálfum sér í ráðhúsinu. „Endurgjöf um afsteypu. Nú rignir yfir mig fyrirspurnum vegna fullyrðinga fréttastofu „Komið gott“ um að ég hafi látið gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum mér í Ráðhúsi Reykjavíkur – og það á kostnað skattgreiðenda. Í stuttu máli þá hefur það aldrei komið til tals hvað þá til framkvæmdar. Síðasta styttan var gerð á tímum Davíðs Oddssonar en síðan var sú hefð aflögð,“ segir Einar í færslu sinni. Skjáskot af færslu Einar.skjáskot Einar tekur fram í færslunni að hann sé dyggur hlustandi Komið gott og hrósar bæði Ólöfu og Kristínu fyrir kímni sína og hnyttni. Hann taki öllu sem þær segi með fyrirvara en tekur fram að rétt sé að „afsteypa þessa vitleysu“ fyrst að hann er búinn að fá spurningar um þetta mál héðan og þaðan. „Kæru vinkonur. Fyrst ég er með ykkur taggaðar hérna í þessum status þá vil ég nefna að ég heyrði af áhyggjum ykkar yfir lýsingunni í Hljómskálagarðinum. Ég læt laga það. Hvet ykkur svo til að kíkja á Jólaþorpið á Austurvelli um helgina, það verður æðislega fínt. Svo væri mjög gaman að bjóða ykkur í heimsókn í Ráðhúsið til þess að skoða bronsstyttur fyrri tíma.“ Ólöf Skaftadóttir, ein þáttastjórnenda Komið gott, birti þessa skoplegu ljósmynd sem athugasemd við færslu Einars.Skjáskot
Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira