Innlent

Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var sent fjölmiðlum nú rétt fyrir hádegi.

Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana.

Omtzigt kom hingað til Íslands á þessu ári og hitti Geir Haarde og Andra Árnason, verjanda hans, Sigríði Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, og saksóknaranefnd Alþingis.

Omtzigt fer líka til Úkraíniu til að skoða mál sem höfðað hefur verið gegn Júlíu Tymoshenko og mörgum öðrum í ríkisstjórn hennar. Von er á skýrslu vegna þess máls á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×