Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 34-27 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. október 2012 13:00 Mynd/Vilhelm Fram vann öruggan sigur á ÍR 34-27 í fimmtu umferð N1 deildar karla í handbolta í dag. Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðunginn en þá sigu Framarar fram úr og unnu öruggan og sannfærandi sigur. Jafnt var á öllum tölum fyrstu fimmtán mínútur leiksins en þá tók Magnús Erlendsson sig til og lokaði marki Fram. Í kjölfarið fékk Fram mörg auðveld mörk og vörn liðsins var frábær fram að hálfleik en staðan í hálfleikar var 16-11 Fram í vil. Heimamenn hófu seinni hálfleikinn á sömu nótum og héldu áfram að keyra yfir þrek litla og baráttulausa ÍR-inga. Þegar munaði níu mörkum, 21-12, eftir rúmlega fimm mínútur í seinni hálfleik. Þá tóku ÍR-ingar við sér, vörnin vann nokkra bolta og liðið fékk mörk úr hraðaupphlaupum og þegar 16 mínútur voru eftir af leiknum var skyndilega komin spenna í leikinn því munurinn var kominn niður í fjögur mörk 22-18. Þá stigu Jóhann Gunnar Einarsson og Róbert Aron Hostert upp í sókn Fram, vörnin náði sér á strik á ný og Magnús hélt áfram að verja. Fram náði því að auka forskotið á ný og þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir var munurinn kominn upp í átta mörk 30-22. Lokakafli leiksins litaðist af fjölda brottrekstra sem hleyptu leiknum upp en ÍR var aldrei líklegt til að gera leikinn spennandi í lokinn og Fram vann öruggan sigur. Fram hefur nú náð í fimm stig í þremur síðustu leikjum sínum og er komið í þriðja sæti deildarinnar en ÍR er með stigi minna í sjötta sæti. Jóhann Gunnar og Róbert Aron fóru fyrir sóknarleik Fram en liðið nýtti færi sín einstaklega vel í leiknum. Stefán Baldvin Stefánsson lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Fram og var frábær í leiknum. Hann nýtti færin sín vel auk þess sem hann lék mjög vel í vörninni. ÍR fékk enga markvörslu í leiknum og vörnin var léleg þar að auki. Sturla Ásgeirsson náði sér vel á strik í markaskorun og Sigurjón Friðbjörn Björnsson átti góða spretti. Einar: Búið eftir 40 mínútur„Við spiluðum mjög vel í dag og erum á uppleið. Við höfum unnið mjög vel og það skilaði sér í dag. Við fengum mikið af mörkum á okkur en þetta var orðin algjör katastrófa hér síðustu tíu, fimmtán mínúturnar. Við vorum einum til tveim færri og þetta var djók hérna í lokin þar sem við hendum boltanum oft frá okkur en spiluðum mjög vel í 40 mínútur og förum með þetta í níu mörk," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram sem fagnaði góðum sigri á afmælisdaginn sinn. „Ég vildi ekki viðurkenna það en þetta var í raun búið eftir 40 mínútur. Þeir minnka þetta í fjögur en við gáfum þá aftur í og kláruðum þetta nokkurn vegin með sóma. „ÍR er með frábært lið og þetta var jafnt tíu fyrstu mínúturnar en þá náðum við undirtökunum og héldum því restina af leiknum. Maggi (Magnús Erlendsson) var frábær í markinu. Hann steig upp og vörnin var góð eins og hún hefur verið í allan vetur. „Stefán Baldvin hefur verið meiddur. Hann var frá í mánuð. Stebbi er frábær, frábær karakter, frábær í hópnum og frábær leikmaður. Það er frábært að fá hann inn þó Óli (Ólafur Magnússon) hafi staðið sig frábærlega í vinstra horninu. Þetta gerir það að verkum að breiddin er meiri. „Leikmenn eru að detta inn. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með alla leikmennina og við vorum sannfærandi í dag," sagði Einar. Framarar voru nánast afskrifaðir eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum og mjög ósannfærandi spilamennsku. „Eðlilega vorum við afskrifaðir eftir tvo leiki. Þetta segir mér ekki neitt samt. Það er frí á morgun og svo er æfing á mánudaginn. Það þýðir ekki að fagna einu né neinu eða horfa á töfluna við þurfum bara að fara í stóran leik á fimmtudaginn á móti HK og þurfum að vinna vel fram að því," sagði Einar að lokum. Bjarki: Menn gefast upp„Þetta var hræðilegt. Við vorum inni í leiknum fyrstu fimmtán. Þá höfðum við ekki fengið marga bolta varða en að sama skapi hafði Magnús varið fullt af dauðafærum í marki Fram. Þegar þeir komast tveimur mörkum yfir er eins og menn hafi gefist upp og lagt árar í bát og það gengur ekkert,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR í leikslok. „Ég held að þetta hafi verið einstaklingsframtak. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik að við tökum leikhlé að menn ætli að fara að berjast og saxa á forskotið. Við breyttum líka um vörn og það gaf líka fullt af flottum færum fyrir Fram. Þetta virkaði á kafla en við komumst ekki nær þeim en fjögur mörk. „Við fáum á okkur 34 mörk. Við höfum fengið á okkur langflest mörk í deildinni og við höfum talað um að við þurfum að bæta vörnina og við þurfum að fá markvörslu. Því miður þá virðist vanta upp á þetta hjá okkur. „Þegar vörnin getur haldið og markvarslan er döpur þá hrinur markvarslan eftir á. Það væri flott ef við fengjum markvörslu og vörnin kæmi með, eins og það á að vera. Við þurfum að setjast niður og ræða málin, þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag. „Við höfum ekki langan tíma, eigum leik á fimmtudaginn á móti Val. Við þurfum að fara yfir þennan leik, skoða hvað við getum bætt og keyra á plúsana," sagði Bjarki sem getur ekki verið sáttur við sveiflurnar í leik ÍR á milli leikja nú í upphafi móts. „Það þýðir ekkert að vinna einn og tapa næsta. Það er eins menn haldi að þegar þeir hafi unnið einn leik að þetta komi að sjálfu sér. Þetta er ekki þannig sport. Þú getur ekkert keyrt á gamalli frægð eða gömlum leik. Það er nýr leikur og þú verður að gjöra svo vel að mæta klár til leiks. Ef þú gerir það ekki tapar þú eins og við gerðum í dag,“ sagði vægast sagt ósáttur Bjarki Sigurðsson. Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Fram vann öruggan sigur á ÍR 34-27 í fimmtu umferð N1 deildar karla í handbolta í dag. Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðunginn en þá sigu Framarar fram úr og unnu öruggan og sannfærandi sigur. Jafnt var á öllum tölum fyrstu fimmtán mínútur leiksins en þá tók Magnús Erlendsson sig til og lokaði marki Fram. Í kjölfarið fékk Fram mörg auðveld mörk og vörn liðsins var frábær fram að hálfleik en staðan í hálfleikar var 16-11 Fram í vil. Heimamenn hófu seinni hálfleikinn á sömu nótum og héldu áfram að keyra yfir þrek litla og baráttulausa ÍR-inga. Þegar munaði níu mörkum, 21-12, eftir rúmlega fimm mínútur í seinni hálfleik. Þá tóku ÍR-ingar við sér, vörnin vann nokkra bolta og liðið fékk mörk úr hraðaupphlaupum og þegar 16 mínútur voru eftir af leiknum var skyndilega komin spenna í leikinn því munurinn var kominn niður í fjögur mörk 22-18. Þá stigu Jóhann Gunnar Einarsson og Róbert Aron Hostert upp í sókn Fram, vörnin náði sér á strik á ný og Magnús hélt áfram að verja. Fram náði því að auka forskotið á ný og þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir var munurinn kominn upp í átta mörk 30-22. Lokakafli leiksins litaðist af fjölda brottrekstra sem hleyptu leiknum upp en ÍR var aldrei líklegt til að gera leikinn spennandi í lokinn og Fram vann öruggan sigur. Fram hefur nú náð í fimm stig í þremur síðustu leikjum sínum og er komið í þriðja sæti deildarinnar en ÍR er með stigi minna í sjötta sæti. Jóhann Gunnar og Róbert Aron fóru fyrir sóknarleik Fram en liðið nýtti færi sín einstaklega vel í leiknum. Stefán Baldvin Stefánsson lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Fram og var frábær í leiknum. Hann nýtti færin sín vel auk þess sem hann lék mjög vel í vörninni. ÍR fékk enga markvörslu í leiknum og vörnin var léleg þar að auki. Sturla Ásgeirsson náði sér vel á strik í markaskorun og Sigurjón Friðbjörn Björnsson átti góða spretti. Einar: Búið eftir 40 mínútur„Við spiluðum mjög vel í dag og erum á uppleið. Við höfum unnið mjög vel og það skilaði sér í dag. Við fengum mikið af mörkum á okkur en þetta var orðin algjör katastrófa hér síðustu tíu, fimmtán mínúturnar. Við vorum einum til tveim færri og þetta var djók hérna í lokin þar sem við hendum boltanum oft frá okkur en spiluðum mjög vel í 40 mínútur og förum með þetta í níu mörk," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram sem fagnaði góðum sigri á afmælisdaginn sinn. „Ég vildi ekki viðurkenna það en þetta var í raun búið eftir 40 mínútur. Þeir minnka þetta í fjögur en við gáfum þá aftur í og kláruðum þetta nokkurn vegin með sóma. „ÍR er með frábært lið og þetta var jafnt tíu fyrstu mínúturnar en þá náðum við undirtökunum og héldum því restina af leiknum. Maggi (Magnús Erlendsson) var frábær í markinu. Hann steig upp og vörnin var góð eins og hún hefur verið í allan vetur. „Stefán Baldvin hefur verið meiddur. Hann var frá í mánuð. Stebbi er frábær, frábær karakter, frábær í hópnum og frábær leikmaður. Það er frábært að fá hann inn þó Óli (Ólafur Magnússon) hafi staðið sig frábærlega í vinstra horninu. Þetta gerir það að verkum að breiddin er meiri. „Leikmenn eru að detta inn. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með alla leikmennina og við vorum sannfærandi í dag," sagði Einar. Framarar voru nánast afskrifaðir eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum og mjög ósannfærandi spilamennsku. „Eðlilega vorum við afskrifaðir eftir tvo leiki. Þetta segir mér ekki neitt samt. Það er frí á morgun og svo er æfing á mánudaginn. Það þýðir ekki að fagna einu né neinu eða horfa á töfluna við þurfum bara að fara í stóran leik á fimmtudaginn á móti HK og þurfum að vinna vel fram að því," sagði Einar að lokum. Bjarki: Menn gefast upp„Þetta var hræðilegt. Við vorum inni í leiknum fyrstu fimmtán. Þá höfðum við ekki fengið marga bolta varða en að sama skapi hafði Magnús varið fullt af dauðafærum í marki Fram. Þegar þeir komast tveimur mörkum yfir er eins og menn hafi gefist upp og lagt árar í bát og það gengur ekkert,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR í leikslok. „Ég held að þetta hafi verið einstaklingsframtak. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik að við tökum leikhlé að menn ætli að fara að berjast og saxa á forskotið. Við breyttum líka um vörn og það gaf líka fullt af flottum færum fyrir Fram. Þetta virkaði á kafla en við komumst ekki nær þeim en fjögur mörk. „Við fáum á okkur 34 mörk. Við höfum fengið á okkur langflest mörk í deildinni og við höfum talað um að við þurfum að bæta vörnina og við þurfum að fá markvörslu. Því miður þá virðist vanta upp á þetta hjá okkur. „Þegar vörnin getur haldið og markvarslan er döpur þá hrinur markvarslan eftir á. Það væri flott ef við fengjum markvörslu og vörnin kæmi með, eins og það á að vera. Við þurfum að setjast niður og ræða málin, þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag. „Við höfum ekki langan tíma, eigum leik á fimmtudaginn á móti Val. Við þurfum að fara yfir þennan leik, skoða hvað við getum bætt og keyra á plúsana," sagði Bjarki sem getur ekki verið sáttur við sveiflurnar í leik ÍR á milli leikja nú í upphafi móts. „Það þýðir ekkert að vinna einn og tapa næsta. Það er eins menn haldi að þegar þeir hafi unnið einn leik að þetta komi að sjálfu sér. Þetta er ekki þannig sport. Þú getur ekkert keyrt á gamalli frægð eða gömlum leik. Það er nýr leikur og þú verður að gjöra svo vel að mæta klár til leiks. Ef þú gerir það ekki tapar þú eins og við gerðum í dag,“ sagði vægast sagt ósáttur Bjarki Sigurðsson.
Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira