Tíska og hönnun

Saga til næsta bæjar á enda

Meðal verka íslenskra vöruhönnuða sem sjá má á sýningunni Saga til næsta bæjar er Merkikerti Hildigunnar Gunnarsdóttur og Snæfríðar Þorsteins sem sést hér fremst á myndinni.
Meðal verka íslenskra vöruhönnuða sem sjá má á sýningunni Saga til næsta bæjar er Merkikerti Hildigunnar Gunnarsdóttur og Snæfríðar Þorsteins sem sést hér fremst á myndinni.
Sýningu Hönnunarsafns Íslands á íslenskri vöruhönnun síðustu ára, Saga til næsta bæjar, lýkur um helgina. Á henni er dregin upp mynd af verkefnum vöruhönnuða, stórum og smáum sem hafa staðið yfir á síðustu árum.

Verkin á sýningunni varpa enn fremur ljósi á hvernig vöruhönnuðir á Íslandi hafa nálgast fag sem víðast hvar annars staðar byggir á langri hefð vöruframleiðslu og iðnaðar. "Mikil breyting hefur orðið á vettvangi íslenskrar hönnunar á síðasta áratug og almenn vakning á gildi hönnunar fyrir samfélög og mikilvægi samstarfs þvert á greinar og jafnvel menningarheima," segir í fréttatilkynningu frá safninu.

Þar er líka vakin athygli á því að á síðasta sýningardegi, næstkomandi sunnudag, verður sýningarstjórinn, Hlín Helga Guðlaugsdóttir vöruhönnuður, með leiðsögn um sýninguna klukkan þrjú. Klukkan fjögur verða umræður í sýningarsal þar sem gefst gullið tækifæri til að spjalla um veg vöruhönnunar á Íslandi í dag með sýningarstjóra og vöruhönnuðum. Léttar veitingar í boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×