Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp 11. október 2012 16:05 Rasmus Rasmussen spilaði hér á landi með hljómsveitinni Makrel. „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. Jens kynntist Rasmus á seinni hluta tíunda áratugarins en hann lýsir kynnum sínum af Rasmus í minningargrein sem hann skrifar á bloggið sitt. Þannig skrifar Jens: „Ég kynntist Rasmusi þegar færeyskur tómstundaskóli fékk mig til að kenna skrautskrift í Þórshöfn á tíunda áratugnum. Rasmus og félagar hans í þungarokkshljómsveitinni Diatribes bönkuðu upp á hjá mér og buðu á óformlega einkahljómleika í æfingarhúsnæði. Það hafði spurst út að Íslendingurinn væri þungarokksunnandi. Ég man ekki hvort Rasmus var þá byrjaður með eina þungarokksþáttinn í færeyska útvarpinu, Rokkstovuna. Kannski var það aðeins síðar. Rasmusi langaði til að spila íslenskt þungarokk í þættinum og bað mig um að vera sér innan handar við það. Sem var auðsótt mál. Jafnframt kynnti hann mig fyrir færeysku þungarokkssenunni. Það leiddi til þess að ég tók saman vest-norræna þungarokksplötu, Rock from the Cold Seas. Hún innihélt færeysk, íslensk, grænlensk og samísk lög." Rasmus endaði á því að taka þátt í Músíktilraunum ásamt hljómsveit sinni, Makrel, en það var Jens sem hafði milligöngu um þátttöku hljómsveitarinnar. Hljómsveitin sigraði á sínu undanúrslitakvöldi og hlaut bronssætið á lokakvöldinu. Rasmus var kosinn besti gítarleikarinn. Hann var einnig kosinn besti gítarleikarinn í færeysku tónlistarverðlaununum AME að því er fram kemur á bloggi Jens. Jens er ekki í neinum vafa að sjálfsmorð Rasmusar megi tengja með beinum hætti við hina fólskulegu árás sem hann varð fyrir. Nokkrir menn gerðu hróp að honum og lömdu hann illa. Næstu daga var Rasmusi hótað öllu illu í síma. Lögreglan upplýsti að ekkert væri hægt að gera í málinu vegna þess að ofsóknirnar væru vegna samkynhneigðar Rasmusar. Það var "tabú" í Færeyjum. Samkynhneigðir Færeyingar fóru leynt með kynhneigð sína og flúðu til útlanda. Það átti ekki við Rasmus. Honum þótti það út í hött. Í Færeyjum var fjölskylda hans og vinahópur. Þar vildi hann vera. „Ólíkt öðrum eða eldri samkynhneigðum einstaklingum í Færeyjum, þá leyndi hann aldrei að hann væri hommi. En hann flaggaði því ekki heldur," segir Jens en ári eftir árásina, eða árið 2007, var fyrsta Gay Pride gangan í Færeyjum sem Rasmus tók þátt í. Hann tók einnig þátt í göngunni síðasta sumar, ásamt Jóni Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur. Það vakti gríðarlega athygli að borgarstjórinn studdi samkynhneigða, en færeyska samfélagið er afar fordómafullt gagnvart samkynhneigð. „Barsmíðarnar, hótanirnar og viðbrögð lögreglunnar ollu því að Rasmus fékk taugaáfall," segir Jens og bætir við að hann gerði tilraun til sjálfsvígs og var í kjölfar vistaður á geðdeild. „Hann náði aldrei fullri heilsu eftir það," bætir Jens við. Rannveig Guðmundsdóttir, þáverandi þingkona Samfylkingarinnar, tók málið upp á vettvangi Norðurlandaráðs í kjölfar árásarinnar. Færeyska lögþinginu var stillt upp við vegg: Að breyta lögum eða tapa aðild að Norðurlandaráði annars. „Málið vakti mikla athygli um öll Norðurlönd og víðar í Vestur-Evrópu. Í Færeyjum var tekist harkalega á um frumvarp til breyttra laga. Andstæðingar breytinga létu mjög að sér kveða í kirkjum eyjanna. Þar voru haldnar vikulegar bænastundir með ákalli til guðs um að áfram yrði refsilaust að ofsækja samkynhneigða," segir Jens. „Þegar ný lög voru samþykkt eftir mikið þref var flaggað í hálfa stöng við kirkjurnar. Prestar lýstu deginum sem þeim svartasta í sögu Færeyja," bætir Jens við. Jens segir Færeyinga frekar aftarlega á merinni hvað mannréttindi samkynhneigðra varðar. En hann bendir á að einu sinni voru listamenn eins og Hörður Torfason ofsóttir hér á landi fyrir samkynhneigð sína. En það er ljóst að andlát Rasmusar er einnig harmdauði í listalífi Færeyja, Jens segir að hann hafi verið sannkölluð rokkstjarna og útvarpsþættir hans hafi notið gríðarlegra vinsælda, enda fáir sem buðu upp á þungarokk í útvarpi. Rasmus verður jarðsunginn næsta laugardag. Hann var 32 ára gamall. Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
„Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. Jens kynntist Rasmus á seinni hluta tíunda áratugarins en hann lýsir kynnum sínum af Rasmus í minningargrein sem hann skrifar á bloggið sitt. Þannig skrifar Jens: „Ég kynntist Rasmusi þegar færeyskur tómstundaskóli fékk mig til að kenna skrautskrift í Þórshöfn á tíunda áratugnum. Rasmus og félagar hans í þungarokkshljómsveitinni Diatribes bönkuðu upp á hjá mér og buðu á óformlega einkahljómleika í æfingarhúsnæði. Það hafði spurst út að Íslendingurinn væri þungarokksunnandi. Ég man ekki hvort Rasmus var þá byrjaður með eina þungarokksþáttinn í færeyska útvarpinu, Rokkstovuna. Kannski var það aðeins síðar. Rasmusi langaði til að spila íslenskt þungarokk í þættinum og bað mig um að vera sér innan handar við það. Sem var auðsótt mál. Jafnframt kynnti hann mig fyrir færeysku þungarokkssenunni. Það leiddi til þess að ég tók saman vest-norræna þungarokksplötu, Rock from the Cold Seas. Hún innihélt færeysk, íslensk, grænlensk og samísk lög." Rasmus endaði á því að taka þátt í Músíktilraunum ásamt hljómsveit sinni, Makrel, en það var Jens sem hafði milligöngu um þátttöku hljómsveitarinnar. Hljómsveitin sigraði á sínu undanúrslitakvöldi og hlaut bronssætið á lokakvöldinu. Rasmus var kosinn besti gítarleikarinn. Hann var einnig kosinn besti gítarleikarinn í færeysku tónlistarverðlaununum AME að því er fram kemur á bloggi Jens. Jens er ekki í neinum vafa að sjálfsmorð Rasmusar megi tengja með beinum hætti við hina fólskulegu árás sem hann varð fyrir. Nokkrir menn gerðu hróp að honum og lömdu hann illa. Næstu daga var Rasmusi hótað öllu illu í síma. Lögreglan upplýsti að ekkert væri hægt að gera í málinu vegna þess að ofsóknirnar væru vegna samkynhneigðar Rasmusar. Það var "tabú" í Færeyjum. Samkynhneigðir Færeyingar fóru leynt með kynhneigð sína og flúðu til útlanda. Það átti ekki við Rasmus. Honum þótti það út í hött. Í Færeyjum var fjölskylda hans og vinahópur. Þar vildi hann vera. „Ólíkt öðrum eða eldri samkynhneigðum einstaklingum í Færeyjum, þá leyndi hann aldrei að hann væri hommi. En hann flaggaði því ekki heldur," segir Jens en ári eftir árásina, eða árið 2007, var fyrsta Gay Pride gangan í Færeyjum sem Rasmus tók þátt í. Hann tók einnig þátt í göngunni síðasta sumar, ásamt Jóni Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur. Það vakti gríðarlega athygli að borgarstjórinn studdi samkynhneigða, en færeyska samfélagið er afar fordómafullt gagnvart samkynhneigð. „Barsmíðarnar, hótanirnar og viðbrögð lögreglunnar ollu því að Rasmus fékk taugaáfall," segir Jens og bætir við að hann gerði tilraun til sjálfsvígs og var í kjölfar vistaður á geðdeild. „Hann náði aldrei fullri heilsu eftir það," bætir Jens við. Rannveig Guðmundsdóttir, þáverandi þingkona Samfylkingarinnar, tók málið upp á vettvangi Norðurlandaráðs í kjölfar árásarinnar. Færeyska lögþinginu var stillt upp við vegg: Að breyta lögum eða tapa aðild að Norðurlandaráði annars. „Málið vakti mikla athygli um öll Norðurlönd og víðar í Vestur-Evrópu. Í Færeyjum var tekist harkalega á um frumvarp til breyttra laga. Andstæðingar breytinga létu mjög að sér kveða í kirkjum eyjanna. Þar voru haldnar vikulegar bænastundir með ákalli til guðs um að áfram yrði refsilaust að ofsækja samkynhneigða," segir Jens. „Þegar ný lög voru samþykkt eftir mikið þref var flaggað í hálfa stöng við kirkjurnar. Prestar lýstu deginum sem þeim svartasta í sögu Færeyja," bætir Jens við. Jens segir Færeyinga frekar aftarlega á merinni hvað mannréttindi samkynhneigðra varðar. En hann bendir á að einu sinni voru listamenn eins og Hörður Torfason ofsóttir hér á landi fyrir samkynhneigð sína. En það er ljóst að andlát Rasmusar er einnig harmdauði í listalífi Færeyja, Jens segir að hann hafi verið sannkölluð rokkstjarna og útvarpsþættir hans hafi notið gríðarlegra vinsælda, enda fáir sem buðu upp á þungarokk í útvarpi. Rasmus verður jarðsunginn næsta laugardag. Hann var 32 ára gamall.
Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira