Innlent

Tómatar veita vörn gegn fleiru en heilablóðfalli

BBI skrifar
Mynd/Hari
Finnsk rannsókn hefur leitt í ljós að neysla tómata dregur úr líkum á heilablóðfalli. Efnið lycopene, sem gefur tómötunum rauða litinn, dregur úr bólgum og stuðlar að því að tapparnir myndist ekki í heilanum.

Guðbjón Birgisson ræktar tómata með þrisvar sinnum meira lycopenemagni en gengur og gerist. Hann ræddi um tómata í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og fullyrti að lycopene væri ekki aðeins gott við heilablóðfalli heldur veitti það líka vörn gegn krabbameini og hjartakvillum, enda væri það andoxunarefni.

Að sög Guðbjóns innihalda allir tómatar lycopene, enda gefur það tómötunum sinn auðkennandi lit. Tómatana sem hann ræktar kallar hann Heilsutómata þar sem þeir innihalda þrefalt meira magn lycopene en aðrir tómatar.

Guðjón segir erfitt að rækta slíka tómata þar sem þeir vaxi hægar. Hann hefur engu að síður fengist við það síðustu 6-7 árin og selt í verslanir.

Innslagið í heild sinni má nálgast hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×