Fótbolti

Abidal æfir upp í Pýreneafjöllum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Abidal.
Eric Abidal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, er á fullu í endurhæfingu eftir að hafa fengið nýja lifur í apríl síðastliðnum. Abidal hefur verið að glíma við krabbamein í lifur en ætlar ekki að gefa fótboltann upp á bátinn.

Heimasíða Barcelona segir frá því að Abidal sé nú að æfa upp í Pýreneafjöllum en þessi 33 ára gamli leikmaður er að vinna með Emili Ricart, einum sjúkraþjálfara félagsins. Abidal er bæði að hlaupa, hjóla og í boltaæfingum.

Abidal uppgötvaði það fyrst í mars 2011 að hann væri með æxli í lifrinni og fór í framhaldinu í aðgerð. Hann átti síðan hetjulega endurkomu inn í Barcaelona-liðið tveimur mánuðum síðar og fékk meðal annars að lyfta Meistaradeildarbikarnum eftir sigur Barca á Manchester United í London í maí 2011.

Abidal þurfti hinsvegar að fara í lifrarígræðslu í vor. Abidal talaði um það í ágúst að hann ætlaði sér að koma aftur til baka fyrir jól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×