Formúla 1

Lotus: Raikkönen verður enn betri á næsta ári

Birgir Þór Harðarson skrifar
Kimi mun aka fyrir Lotus á næsta ári.
Kimi mun aka fyrir Lotus á næsta ári. nordicphotos/afp
Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, mun aka áfram fyrir liðið á næsta ári. Þetta staðfesti Lotus í dag í kynningarmyndbandi.

Raikkönen hefur staðið sig gríðarlega vel í Formúlu 1 í ár. Hann hefur skorað stig í öllum mótum ársins nema í kínverska kappkstrinum þar sem hann var í basli með dekkin. Hann hefur hins vegar lokið öllum keppnishringjum í mótum ársins.

Frábær akstur Raikkönen hefur sannfært Lotus um að Finninn sé rétta valið fyrir næsta ár. Í samningi hans sem hann skrifaði undir í byrjun árs var aðeins gert ráð fyrir að hann myndi aka í ár. Hann átti hins vegar möguleika á endurnýjun ef hann myndi uppfylla nokkur skilyrði. Þau skilyrði hefur hann uppfyllt auðveldlega.

Raikkönen tók sér tveggja ára frí frá Formúlu 1 og keppti í heimsmeistararallinu árin 2010 og 2011. Hann snéri aftur í ár. Þegar þrjú mót eru eftir er hann í þriðja sæti í titilbartáttunni þrátt fyrir að hafa ekki unnið eitt einasta mót. Hann hefur hins vegar staðið sex sinnum á verðlaunapalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×