Fótbolti

Frank de Boer: Höfum ekki leikið vel í keppninni í ár

„Við sönnuðum það gegn Dortmund að við getum staðið okkur vel á útivelli í Meistaradeildinni, og við gerðum það líka í fyrra gegn Real Madrid. Við höfum ekki leikið vel í keppninni í ár og við náum engum árangri ef það breytist ekki," sagði Frank de Boer, þjálfari hollenska meistaraliðsins Ajax á blaðamannafundi í gær en hann mætir Englandsmeistaraliði Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Frank de Boer var spurður að því hvort kantmaðurinn Tobias Sana gæti breytt gangi mála í leiknum en Sana er 23 ára gamall og hefur hann leikið einn A-landsleik fyrir Svía.

Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella á örina hér fyrir ofan.

Ajax er í neðsta sæti riðilsins með ekkert stig eftir 2 leiki, Manchester City er þar fyrir ofan með 1 stig, Borussia Dortmund frá Þýskalandi er með 4 stig og Spánarmeistaralið Real Madrid er efst með 6 stig.

Það er nóg um að vera á Stöð2 sport í kvöld en dagskráin hefst kl. 15:55 með leik Zenit frá Rússland i og Anderlecht frá Belgíu:

Dagskrá kvöldsins frá Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport:

15:55 Zenit - Anderlecht (opin dagskrá) | Stöð 2 sport HD


18:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Stöð 2 sport HD


18:30: Arsenal – Schalke | Stöð 2 sport 3


18:30: Ajax - Man. City | Stöð 2 sport 4


18:30: Borussia Dortmund - Real Madrid | Stöð 2 sport HD


20:45: Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk





Fleiri fréttir

Sjá meira


×